Út fyrir öll velsæmismörk

Kári Árnason er hættur að spila með Víkingi og er …
Kári Árnason er hættur að spila með Víkingi og er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Launagreiðslur á Íslandsmótinu í knattspyrnu eru komnar „út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Kári Árnason fyrrverandi landsliðsmaður. Þegar Kári lýsir skoðunum sínum þá er ég yfirleitt tilbúinn til að hlusta. Í honum er einhver innbyggð hreinskilni sem maður ber virðingu fyrir.

Kári lét þessi orð falla í hlaðvarpsþætti hjá Hjörvari Hafliðasyni á dögunum. Kári benti á þá furðulegu staðreynd að þegar mönnum tekst ekki að slá í gegn erlendis og koma heim, séu íslensku félögin tilbúin að greiða þeim laun sem séu hærri en meðallaun í landinu.

Kári velti því fyrir sér hvort menn hafi minna þrek og minni hvatningu til að þrauka í atvinnumennskunni vegna þess að þeir hafi öryggisnet í íslenska boltanum. Kári nefndi töluna 900 þúsund á mánuði.

Kári er ekki týpan sem er í niðurrifi þegar hann tjáir sig þótt hann sé gagnrýninn. Mín tilfinning er sú að hann sé að benda á þetta í uppbyggilegum tilgangi. 

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert