Danski knattspyrnumaðurinn Mikkel Qvist sem hefur leikið með KA undanfarin tvö ár er kominn í raðir Breiðabliks.
Hann hefur æft með Kópavogsliðinu að undanförnu og er kominn með félagaskipti þannig að hann getur leikið með því í næsta leik í Lengjubikarnum.
Qvist er 28 ára gamall, hávaxinn miðvörður, sem hefur verið í láni hjá KA frá Horsens en hefur einnig leikið með HB Köge í Danmörku. Hann hefur undanfarin tvö ár spilað 26 úrvalsdeildarleiki með KA og skorað eitt mark.