Knattspyrnukonan Ana Paula Silva Santos er gengin til liðs við Keflavík. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Santos skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabilið við Keflvíkinga en hún er fædd í Brasilíu og hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár.
„Mikið er vænst af leikmanninum og hlökkum við mikið til að sjá hana á HS-Orku vellinum í sumar!,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga.
„Við viljum bjóða Ana Santos hjartanlega velkomna til liðs við okkur í Keflavík,“ segir ennfremur í tilkynningunni en liðið hafnaði í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 18 stig.