Fyrsti landsleikurinn í hinni nýju knattspyrnuhöll Garðbæinga, Miðgarði, fer fram í hádeginu í dag en flautað verður til leiks klukkan 12 í vináttulandsleik U16 ára landsliða kvenna hjá Íslandi og Sviss.
Þetta er fyrri viðureignin af tveimur en liðin mætast aftur á sama stað á laugardaginn.
Magnús Örn Helgason þjálfar íslensku stúlkurnar og byrjunarliðið hjá honum er þannig skipað í dag:
Katla Sveinbjörnsdóttir
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
Angela Mary Helgadóttir
Anna Rut Ingadóttir
Kolbrá Una Kristinsdóttir
Sigdís Eva Bárðardóttir
Harpa Helgadóttir
Margrét Brynja Kristinsdóttir fyrirliði
Emelía Óskarsdóttir
Ísabella Sara Tryggvadóttir
Bergdís Sveinsdóttir