Landsleikur í Miðgarði í hádeginu

Miðgarður er ný og glæsileg íþróttamiðstöð í Garðabæ.
Miðgarður er ný og glæsileg íþróttamiðstöð í Garðabæ. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsti landsleikurinn í hinni nýju knattspyrnuhöll Garðbæinga, Miðgarði, fer fram í hádeginu í dag en flautað verður til leiks klukkan 12 í vináttulandsleik U16 ára landsliða kvenna hjá Íslandi og Sviss.

Þetta er fyrri viðureignin af tveimur en liðin mætast aftur á sama stað á laugardaginn.

Magnús Örn Helgason þjálfar íslensku stúlkurnar og byrjunarliðið hjá honum er þannig skipað í dag:

Katla Sveinbjörnsdóttir
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
Angela Mary Helgadóttir
Anna Rut Ingadóttir
Kolbrá Una Kristinsdóttir
Sigdís Eva Bárðardóttir
Harpa Helgadóttir
Margrét Brynja Kristinsdóttir fyrirliði
Emelía Óskarsdóttir
Ísabella Sara Tryggvadóttir
Bergdís Sveinsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert