„Djúpt snortin af þakklæti“

Vanda Sigurgeirsdóttir situr áfram sem formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir situr áfram sem formaður KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vanda Sigurgeirsdóttir verður áfram formaður KSÍ eftir öruggan kosningasigur á Sævari Péturssyni á ársþingi KSÍ í Ólafssal á Ásvöllum í dag.

Vanda gat ekki verið á staðnum vegna Covid-smits og flutti hún framboðsræðu sína rafrænt.

Hún hlaut 105 atkvæði gegn 44 atkvæðum Sævars og var sigurinn því nokkuð öruggur.

Vanda tjáði sig um sigurinn á Facebook síðu sinni en þar sagði hún:

Ég er djúpt snortin af þakklæti fyrir þennan mikla stuðning. Ég vil þakka Sævari fyrir drengilega kosningabaráttu, kosningahópnum mínum kærlega fyrir hjálpina, vinum og fjölskyldu fyrir allan stuðninginn, Kobba og börnunum mínum fyrir endalausa hvatningu og ást, fólki alls staðar úr samfélaginu fyrir pepp og stuðning og síðast en ekki síst þessari mögnuðu knattspyrnuhreyfingu fyrir ótrúlega kosningu. Ég er nánast orðlaus og get ekki beðið eftir að vinna með ykkur öllum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert