Fyrsta stig Keflavíkur kom gegn KR

Fyrsta stig Keflavíkur í Lengjubikarnum kom gegn KR.
Fyrsta stig Keflavíkur í Lengjubikarnum kom gegn KR. mbl.is/Unnur Karen

Keflavík náði í sitt fyrsta stig í 3. riðli Lengjubikars karla í fótbolta í dag er liðið heimsótti KR í Frostaskjólið. Urðu lokatölur 1:1. 

KR komst yfir á 26. mínútu er Kristján Flóki Finnbogason skoraði af stuttu færi. Sjö mínútum síðar jafnaði færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen eftir glæsilegan einleik og þar við sat.

KR er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, eins og Leiknir úr Reykjavík. Keflavík er í fjórða sæti með eitt stig, eins og Vestri og Afturelding. Þar á milli eru Kórdrengir með fjögur stig í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert