Kerfisuppfærsla Advania setti formannskosningarnar í uppnám

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er í framboð ásamt Sævari Péturssyni.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er í framboð ásamt Sævari Péturssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ansi óheppilegir atburðir áttu sér stað á ársþingi KSÍ í Ólafssal á Ásvöllum í dag. 

Búið var að opna formlega fyrir kosningu á formanni sambandsins en átti hún að fara fram rafrænt. Allt virtist vera klárt en í ljós kom svo að kosningakerfið væri ekki að virka.

Þetta skýrist vegna kerfisuppfærslu Advania sem olli því að rafræn skilríki, sem fulltrúar félaganna þurfti að nota til að skrá sig inn í kosningakerfið, lágu niðri í nokkrar mínútur. 

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur kosningunni seinkað talsvert og er enn ekki farin af stað. Ótrúleg óheppni og mikil tilviljun að svona skildi hittast á.

Beina textalýsingu frá ársþingi KSÍ má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert