KR bjargaði jafntefli í lokin

KR bjargaði jafntefli í lokin gegn Tindastóli.
KR bjargaði jafntefli í lokin gegn Tindastóli. mbl.is/Unnur Karen

Tindastóll og KR skildu jöfn, 1:1, í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag. Leikið var á Sauðárkróksvelli.

Hrafnhildur Björnsdóttir kom Tindastóli yfir á 35. mínútu og stefndi í sigur heimakvenna. Það ver varð hinsvegar erfiðara þegar Lara Margrét Jónsdóttir fékk rautt spjald.

KR nýtti sér liðsmuninn og Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir jafnaði á 89. mínútu og þar við sat.

KR er með fjögur stig eftir tvo leiki á meðan Tindastóll var að ná í sitt fyrsta stig í 1. riðli A-deildarinnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert