Tillaga um bikarkeppni neðri deilda var samþykkt á ársþingi KSÍ í Ólafssal á Ásvöllum í dag.
Bikarkeppnin mun fara fram í fyrsta skipti árið 2023 en tillagan var samþykkt með miklum meiri hluta.
Þátttökurétt eiga þau lið sem leika í 2. og 3. deild, liðin tvö sem féllu úr 3. deild árið áður auk liða sem enduðu í 3. til 8. sæti 4. deildar árið áður.