KA áfram taplaust

Sveinn Margeir Hauksson skoraði eina mark leiksins í dag.
Sveinn Margeir Hauksson skoraði eina mark leiksins í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA vann 1:0 sigur á Fram í riðli 4 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Boganum í dag.

Varmaðurinn Sveinn Margeir Hauksson gerði sigurmark leiksins á 79. mínútu, rúmlega 10 mínútum eftir að hann kom inn á.

KA er með sjö stig í riðlinum líkt og Fylkir og FH en liðin raða sér í efstu þrjú sætin. Fram er í fjórða sætinu með fjögur stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert