Escobar dæmdur fyrir nauðgun

Andrés Manga Escobar í leik með Leikni gegn Keflavík þann …
Andrés Manga Escobar í leik með Leikni gegn Keflavík þann 19. september síðastliðinn, sama dag og brotið átti sér stað. mbl.is/Arnþór Birkisson

Andrés Manga Escobar, kólumbíski knattspyrnumaðurinn sem lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla á síðasta tímabili, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun.

Fréttablaðið greinir frá.

Escobar var dæmdur fyrir að hafa brotið á konu á heimili sínu þann 19. september síðastliðinn og sætir nú farbanni frá Íslandi til 1. september á þessu ári á meðan málið verður til lykta leitt.

„Héraðssaksóknari höfðaði þann 22. desember sl. sakamál á hendur dómfellda fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 19. september 2021, á heimili sínu í Reykjavík, haft samræði og önnur kynferðismök við A, án hennar samþykkis, með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar,“ sagði m.a. í dómi Héraðsdóms.

Escobar gengst við því að hafa haft samræði við konuna en hafnar því að hafa brotið kynferðislega á henni.

Lögmaður hans hefur nú áfrýjað dómi Héraðsdóms til Landsréttar en samkvæmt Fréttablaðinu verður málið tekið fyrir þar á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka