Knattspyrnufélögin Fjarðabyggð og Leiknir frá Fáskrúðsfirði sameinuðust eftir síðasta tímabil og heitir nýtt sameiginlegt félag þeirra Knattspyrnufélag Austfjarða og fær skammstöfunina KFA.
Austurfréttir greindu frá á vef sínum í dag. Sérstök nafnanefnd skipuð formönnum stjórna Austra, Súlunnar, Leiknis, Vals, Hrafnkels Freysgoða og Þróttar, ásamt Magnúsi Árna Gunnarssyni deildarstjóra íþróttamála hjá Fjarðabyggð völdu nafnið.
Knattspyrnufélag Austfjarða leikur í 2. deild á komandi tímabili og Brynjar Skúlason þjálfar liðið. Verða því tvö lið frá Austurlandi í 2. deild í sumar því Höttur/Huginn leikur einnig í deildinni.