Breiðabliki stendur vel að vígi í öðrum riðli deildabikars karla í fótbolta, Lengjubikarsins, eftir nauman sigur á 1. deildarliði Þórs í Boganum á Akureyri í dag, 2:1.
Breiðablik og ÍA eru með 9 stig í efsta sæti en Blikar eiga eftir tvo leiki og Skagamenn einn. Stjarnan er með sjö stig og á tvo leiki eftir en sigurlið riðilsins kemst í undanúrslit. Stjarnan og Breiðablik mætast í lykilleiknum á fimmtudaginn kemur en Stjarnan á einnig eftir að mæta ÍA.
Sönvi Snær Guðbjargarson og Ásgeir Galdur Guðmundsson komu Blikum í 2:0 á Akureyri í dag en Suður-Kóreumaðurinn Je-wook Woo minnkaði muninn fyrir Þór í sínum fyrsta leik fyrir liðið, nýkominn inn á sem varamaður.