Þrír nýliðar í 21-árs landsliðinu

Stefán Árni Geirsson og Logi Tómasson eru báðir í 21-árs …
Stefán Árni Geirsson og Logi Tómasson eru báðir í 21-árs landsliðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír nýliðar eru í íslenska 21-árs landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Portúgal og Kýpur í undankeppni Evrópumótsins 25. og 29. mars en Davíð Snorri Jónasson þjálfari liðsins tilkynnti hópinn í dag.

Adam Ingi Benediktsson, markvörður frá Gautaborg, Logi Tómasson, vinstri bakvörður Víkings, og Jóhann Árni Gunnarsson, miðjumaður Stjörnunnar, koma inn í hópinn í fyrsta sinn. Logi Hrafn Róbertsson úr FH hefur ekki spilað landsleik en var í hópnum í tveimur síðustu leikjum ársins 2021.

Þá er Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður CF Montréal í bandarísku MLS-deildinni, með í fyrsta sinn síðan í mars 2021 en hann missti af öllum leikjunum seinni hluta ársins í fyrra vegna meiðsla.

Atli Barkarson færist upp í A-landsliðið sem var tilkynnt fyrr í dag og í hópinn vantar Finn Tómas Pálmason, Hákon Arnar Haraldsson, Birki Heimisson, Jökul Andrésson og Orra Stein Óskarsson sem allir léku lokaleiki liðsins á síðasta ári.

Íslenska liðið er með sjö stig úr fimm leikjum þegar riðillinn er hálfnaður og þarf að vinna báða leikina núna í mars til að komast í baráttuna um efstu sætin. Portúgal er með 15 stig, Grikkland 14, Kýpur 7, Ísland 7, Hvíta-Rússland 6 og Liechtenstein ekkert stig.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Hákon Rafn Valdimarsson - Elfsborg
Adam Ingi Benediktsson - IFK Göteborg

Aðrir leikmenn:
Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristiansund
Kolbeinn Þórðarson - Lommel
Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg
Bjarki Steinn Bjarkason - Catanzaro
Ágúst Eðvald Hlynsson - Val
Valgeir Lunddal Friðriksson - Häcken
Logi Tómasson - Víkingi R.
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal
Sævar Atli Magnússon - Lyngby
Viktor Örlygur Andrason - Víkingi R.
Kristall Máni Ingason - Víkingi R.
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax
Stefán Árni Geirsson - KR
Dagur Dan Þórhallsson - Breiðabliki
Karl Friðleifur Gunnarsson - Víkingi R.
Valgeir Valgeirsson - HK
Jóhann Árni Gunnarsson - Stjörnunni
Logi Hrafn Róbertsson - FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert