Snýr heim eftir tæpan áratug í atvinnumennsku

Adam Örn Arnarson er kominn aftur í Breiðablik.
Adam Örn Arnarson er kominn aftur í Breiðablik. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnumaðurinn Adam Örn Arnarson hefur gert samning við uppeldisfélagið sitt Breiðablik. Hann kemur til félagsins frá Tromsø í Noregi.

Adam, sem er 26 ára, lék einn leik með Breiðabliki áður en hann hélt til NEC í Hollandi. Þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku, Aalesund í Noregi, Górnik Zabrze í Póllandi og loks Tromsø þar sem hann lék frá árinu 2020.

Varnarmaðurinn á einn A-landsleik að baki en hann lék í vináttuleik gegn Mexíkó árið 2017. Hann lék alls 43 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert