Ísak hirti boltann af landsliðsþjálfaranum

Arnar Þór Viðarsson komst lítt áleiðis gegn Ísaki á æfingu.
Arnar Þór Viðarsson komst lítt áleiðis gegn Ísaki á æfingu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, rifjaði upp gamla takta þegar hann tók þátt á æfingu með liðinu á Spáni, en þar æfir íslenska liðið fyrir vináttuleiki við Finnland og Spánn. 

Arnar, sem er 44 ára, lék 52 leiki með landsliðinu á sínum tíma og hann ákvað að taka þátt á æfingunni með núverandi landsliðsmönnum.

Í myndskeiði sem KSÍ birti á Facebook má sjá Arnar reyna að fara framhjá Ísaki Bergmann Jóhannessyni, efnilegasta leikmanni íslenska landsliðsins. Ísak, sem er 19 ára í dag, átti hinsvegar ekki í miklum vandræðum með að taka boltann af þjálfaranum sínum.

Atvikið má sjá á myndskeiðinu hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert