Gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun

Svava Rós Guðmundsdóttir byrjar vel með Brann.
Svava Rós Guðmundsdóttir byrjar vel með Brann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið vel af stað með Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir þrjár umferðir og er Svava komin með tvö mörk í deildinni.

„Þetta er búið að vera frábært. Við erum með mjög gott lið og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur í byrjun,“ sagði Svava á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag.

„Það er mjög góð tilfinning og ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun að fara til Noregs og til Brann. Þetta er allt annað Röa. Norska deildin er orðin stærri og það eru miklir peningar í þessu núna,“ bætti hún við en Svava lék með Röa í sömu deild árið 2018.

Svava var eftirsótt áður en hún samdi við Brann og var hún m.a. orðuð við ítalska stórliðið AC Milan. „Það var áhugi frá nokkrum löndum og áhugi m.a. frá AC Milan en ekkert sem fór eitthvað lengra,“ sagði Svava.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka