Varnarmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta er það mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á morgun vegna meiðsla.
Meiðslin eru þó ekki alvarleg og ætti Ingibjörg að vera klár í slaginn gegn Tékklandi á laugardag.
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson greindi frá á blaðamannafundi landsliðsin í dag. hann er heilt yfir ánægður með standið á hópnum, þrátt fyrir meiðsli Ingibjargar.
„Ingibjörg verður ekki með en leikmenn koma ágætlega frá sínu eftir helgina og ég er þokkalega sáttur við standið á leikmönnum. Maður krossaði fingur að allar kæmust heilar frá síðustu verkefnum með félagsliðum,“ sagði Þorsteinn.