Cecilía í markinu og Sara Björk á bekknum

Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska liðinu …
Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska liðinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Hvíta-Rússlandi í C-riðli undankeppni HM 2023 í Belgrad í Serbíu í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, byrjar á bekknum en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári.

Sara Björk lék síðast með landsliðinu gegn Ungverjalandi í undankeppni EM 2022 í Búdapest hinn 1. desember 2020 og gæti komið við sögu í dag.

Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru varnarmenn og þær Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttur eru á miðvsvæðinu.

Þær Agla María Albertsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir leiða svo sóknarlínu Íslands í dag.

Íslenska liðið er öðru sæti riðilsins með 9 stig, tveimur stigum minna en Holland en Ísland á leik til góða á hollenska liðið. Hvíta-Rússland er með 4 stig í fjórða og næstneðsta sætinu.

Byrjunarlið Íslands:

Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Sif Atladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Agla María Albertsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert