Knattspyrnukonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir leikja báðar sinn 100. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023 í Belgrad í Serbíu.
Hvíta-Rússland - Ísland kl. 16, bein lýsing
Dagný, sem er þrítug, lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 en Glódís Perla, sem er 26 ára, lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2012.
Sara Björk Gunnarsdóttir er leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi með136 A-landsleiki á bakinu en Dagný og Glódís verða leikmenn númer ellefu og tólf til þess að leika 100 landsleiki eða meira fyrir kvennalandsliðið.
Sara Björk var einnig yngst til þess að leikja 100 A-landsleiki en hún var 26 ára og 5 mánaða þegar hún lék landsleik númer 100 í mars 2017 en Glódís er 26 ára og 9 mánaða í dag.
Leikjahæstu landsliðskonur Íslands:
1. Sara Björk Gunnarsdóttir 136
2. Katrín Jónsdóttir 133
3. Hallbera Guðný Gísladóttir 125
4. Margrét Lára Viðarsdóttir 124
5. Dóra María Lárusdóttir 114
6. Hólmfríður Magnúsdóttir 113
7. Fanndís Friðriksdóttir 109
8. Þóra Björg Helgadóttir 108
9. Rakel Hönnudóttir 103
10. Edda Garðarsdóttir 103
11.-12. Glódís Perla Viggósdóttir 99
11.-12. Dagný Brynjarsdóttir 99