Enn einn bikarinn í Fossvoginn

Leikmenn Víkings fagna í leikslok.
Leikmenn Víkings fagna í leikslok. mbl.is/Óttar Geirsson

Vík­ing­ur úr Reykja­vík sigraði Breiðablik 1:0 í leik liðanna í Meist­ara­keppni KSÍ á Vík­ings­velli í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Vík­ing­ur vinn­ur Meist­ara­keppni KSÍ en liðið vann þessa keppni árið 1982 og 1983. Það var Erl­ing­ur Agn­ars­son sem skoraði sig­ur­mark Vík­inga á 23. mín­útu.

Vík­ing­ur byrjaði mun bet­ur á Vík­ings­velli í kvöld og það munaði ansi litlu að Damir Mum­in­ovic hefði skorað sjálfs­mark strax eft­ir nokkr­ar sek­únd­ur. Vik­ing­ur sótti mikið upp hægri kant­inn þar sem Helgi Guðjóns­son spilaði og það var ein­mitt hann sem átti send­ing­una á Erl­ing þegar hann skoraði mark Vík­inga á 23. mín­útu leiks­ins.

Stuttu síðar átti Ari Sig­urpáls­son gott skot að marki Breiðabliks sem varn­ar­menn náðu að kom­ast fyr­ir en í kjöl­farið átti Karl Friðleif­ur Gunn­ars­son skot yfir mark Breiðabliks.

Í lok fyrri hálfleiks byrjuðu leik­menn Breiðabliks aðeins að bíta frá sér en náðu ekki að koma sér í al­vöru færi. Krist­inn Stein­dórs­son fékk besta færið en hann fékk send­ingu frá Ja­soni Daða en Krist­inn náði ekki valdi á bolt­an­um og því varð ekk­ert úr þessu.

Í seinni hálfleik byrjuðu Vík­ing­ar með lát­um en það breytt­ist þegar Pablo Punyed fékk að líta gula spjaldið á 57. mín­útu en þar fékk hann sitt annað gula spjald þannig að það rauða fór á loft. Vík­ing­ur spilaði því ein­um manni færri það sem eft­ir var leiks­ins.

Breiðablik var meira með bolt­ann eft­ir þetta en náði ekki að skapa sér nægi­lega góð færi. Besta færið fékk Krist­inn Stein­dórs­son á 86. mín­útu en Ingvar Jóns­son varði mjög vel frá hon­um.

Það eru því Vík­ing­ar sem vinna Meist­ara­keppni KSÍ 2022 en það stytt­ist held­ur bet­ur í fyrstu um­ferðina í Bestu-deild­inni því mánu­dag­inn 18. apríl mæt­ir Vík­ing­ur liði FH á Vík­ings­velli í upp­hafs­leik móts­ins. Dag­inn mæt­ir Breiðablik liði Kefla­vík­ur á Kópa­vogs­velli.

Vík­ing­ur R. 1:0 Breiðablik opna loka
skorar Erlingur Agnarsson (23. mín.)
Mörk
fær gult spjald Pablo Punyed (13. mín.)
fær rautt spjald Pablo Punyed (57. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Dagur Dan Þórhallsson (21. mín.)
fær gult spjald Viktor Karl Einarsson (74. mín.)
fær gult spjald Adam Örn Arnarson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Þessu er lokið hér á Víkingsvelli. Það eru Víkingar sem sigra Breiðablik 1:0 og vinna Meistarakeppni KSÍ 2022.
90
+5 - Það eru komnar fimm mínútur í uppbótartíma en þetta er ekki alveg búið. Davíð liggur eftir í grasinu.
90 Adam Örn Arnarson (Breiðablik) fær gult spjald
+4
90
+3 - Það verður ekkert úr þessari hornspyrnu.
90 Víkingur R. fær hornspyrnu
90 Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) á skot sem er varið
+2 - Birnir Snær í fínu færi en Anton Ari ver þetta í horn.
90
Það er fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
89 Adam Örn Arnarson (Breiðablik) kemur inn á
89 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) fer af velli
89 Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) kemur inn á
89 Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) fer af velli
89 Logi Tómasson (Víkingur R.) kemur inn á
89 Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) fer af velli
87
Það verður ekkert úr þessari hornspyrnu. Víkingar eru í engum vandræðum með það að koma þessu frá marki sínu.
87 Breiðablik fær hornspyrnu
86 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Kristinn Steindórsson í ágætu færi en Ingvar ver þetta vel.
85
Núna fá Blikar aukaspyrnu rétt við vítateigshornið en það verður ekkert úr þessu. Víkingar eru ekki í vandræðum með þessa háu bolta inn í teiginn.
83 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar fá aftur hornspyrnu en þeir eru ekki að ná að nýta sér þessar hornspyrnur. Víkingar eru ekki í vandræðum að koma þessu frá.
83 Breiðablik fær hornspyrnu
Aftur hornspyrna.
82 Breiðablik fær hornspyrnu
81
Breiðablik er meira með boltann núna en þeir eru ekki að finna glufu á vörn Víkinga. Jason Daði kemur með sendingu fyrir en Ingvar kemur út og gripur þetta örugglega.
75 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
75 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) fer af velli
74 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Núna fær hann spjald. Davíð Örn liggur eftir.
73
Kristall Máni liggur eftir viðskipti sín við Viktor Karl. Stuðningsmenn Vikings kalla eftir spjaldi en hann sleppur.
70 Axel Freyr Harðarson (Víkingur R.) á skot framhjá
Axel Freyr með skot en þetta fer yfir.
69
Breiðablik eru sterkari aðilinn þessa stundina en Víkingar eru verjast vel.
68 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) kemur inn á
68 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) fer af velli
64 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Kristinn Steindórsson með skot framhjá eftir skyndisókn Blika.
62 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Dagur Dan með skot sem Ingvar ver.
61
Víkingar gera tvöfalda skiptinu. Júlíus virðist hafa meiðst.
60 Kyle McLagan (Víkingur R.) kemur inn á
60 Júlíus Magnússon (Víkingur R.) fer af velli
60 Axel Freyr Harðarson (Víkingur R.) kemur inn á
60 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) fer af velli
57 Pablo Punyed (Víkingur R.) fær rautt spjald
Eftir þessi læti fær Pablo gult spjald og þar sem hann er að fá sitt annað gula spjald fer rauða spjaldið á loft i kjölfarið. Víkingar þurfa að spila manni færri út þennan leik.
56
Það er mikil læti á vellinum. Blikat vilja víti en ekkert dæmt.
54
Aftur eru Víkingar í goðri sókn en sending Ara nær ekki á samherja.
51
Þetta byrjar með látum hér á Víkingsvelli. Góð sókn hjá Víkingum. Karl Friðleifur með góða sendingu fyrir en skot Erlings er yfir markið.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Þá er það seinni hálfleikurinn. Blikar byrja með boltann.
45 Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér á Víkingsvelli. Víkingur er með 1:0 forystu en markið skoraði Erlingur Agnarsson á 23. mínútu.
44
Það er ein mínúta í uppbótartíma hér á Víkingsvelli.
43
Brotið á Ingvari og Víkingur fær aukaspyrnu.
42 Breiðablik fær hornspyrnu
39
Davíð Ingvarsson með fína sendingu fyrir en Ingvar Jónsson grípur þetta.
38
Breiðablik eru meira með boltann núna. Eru að reyna að búa eitthvað til en leikmenn Víkinga verjast vel.
36
Það kemur hár bolti fyrir úr horninu en Víkingar sparka þessu í innkast.
36 Breiðablik fær hornspyrnu
35 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Jason Daði með góða sendingu á Kristinn Steindórsson en hann nær ekki valdi á boltanum og það verður ekkert úr þessu. Betra hjá Blikum.
34 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Fín sókn hjá Blikum. Davíð með sendingu fyrir og boltinn berst út í teiginn og þar mætir Gísli Eyjólfsson en skot hans er yfir mark Víkinga.
32 Víkingur R. fær hornspyrnu
Pablo tekur hornspyrnuna en ekkert verður úr þessu.
31 Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Karl Friðleifur með skot yfir.
31 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) á skot sem er varið
Ari með skot sem Viktor Örn kemst fyrir skotið.
30
Víkingar skora en það er dæmd rangstæða. Þeir halda bara áfram að þjarma að Blikum.
27
Víkingar halda áfram að sækja en Breiðablik er ekki að ná að ógna Víkingum að neinu ráði enn sem komið er.
23 MARK! Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) skorar
Pablo er með frábæra sendingu á Helga Guðjónsson sem setur boltann fyrir og þar mætir Erlingur Agnarsson og skorar með góðu skoti. Náði að koma sér fram fyrir varnarmann Blika þarna. Mjög góð sókn hjá Víkingum.
21 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) fær gult spjald
Dagur Dan fær gult spjald fyrir brot. Kristall Máni liggur eftir.
20 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
18 Anton Ari Einarsson (Breiðablik) varði
Þarna munaði litlu að Damir myndi setja boltann í eigið mark. Það kemur sending fyrir frá Helga en Anton Ari nær að verja þetta.
18 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) á skalla sem fer framhjá
Helgi Guðjónsson með góða sendingu fyrir markið en skalli Ara er yfir markið.
15 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Úr þessari hornspyrnu berst boltinn út á Viktor Karl sem á skot ansi langt yfir.
14 Breiðablik fær hornspyrnu
Halldór Smári skallar hornspyrnu útaf. Breiðablik fær annað horn.
14 Breiðablik fær hornspyrnu
13 Pablo Punyed (Víkingur R.) fær gult spjald
Pablo Punyed fær gult spjald fyrir brot á Gísla Eyjólfssyni.
10
Nú er það Breiðablik sem sækir að marki Víkings. Það kemur sending fyrir en þessi sending er aðeins of há fyrir Ísak Snæ Þorvaldsson.
8 Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) á skot sem er varið
Áfram halda Víkingar að sækja að marki Breiðabliks. Nú er það Erlingur Agnarsson sem fær góða sendingu en skotið hans er ekki nógu gott og Blikar koma þessu frá.
5
Kristall Máni fær góða sendingu inn fyrir frá Júlíusi Magnússyni en Kristall náði ekki stjórn á boltanum og Damir elti hann uppi og náði að koma boltanum á Anton Ara.
4
Helgi Guðjónsson með sendingu fyrir en Anton Ari Einarsson grípur þetta.
2 Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) á skot sem er varið
Kristall Máni nær skoti að marki Breiðabliks en varnarmenn komast fyrir skotið. Leikmenn Víkinga byrja með látum þennan leik.
2 Víkingur R. fær hornspyrnu
Aftur fá Víkingar hornspyrnu.
1 Víkingur R. fær hornspyrnu
Þarna munaði litlu að Blikar settu boltann í eigið mark en boltinn fer yfir í markið. Þarna var Damir heppinn að skora ekki sjálfsmark. Hornspyrna.
1 Leikur hafinn
Þá er búið að flauta til leiks hér á Víkingsvelli en það eru leikmenn Víkings sem byrja með boltann.
0
Það er 4 stiga hiti, skýjað og smá vindur hér á Víkingsvelli á þessu sunnudagskvöldi. Bæðin liðin eru mætt út á völl að hita upp fyrir stórleik kvöldsins. Það er búið að vökva grasið vel og vandlega þannig að völlurinn ætti að vera í góðu lagi. Það eru 25 mínútur í leikinn.
0
Víkingur lék til úrslita í Lengjubikarnum í lok mars en þar mættu þeir liði FH. Leikurinn fór 2:1 fyrir FH en mark Víkinga skoraði Helgi Guðjónsson. Breiðablik endaði í öðru sæti í B-riðli í A-deild Lengjubikarsins og komst því ekki í undanúrslit keppninnar.
0
Það er enginn Mikkel Qvist í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld en þeir Damir og Viktor Örn byrja saman í hjarta varnarinnar hjá Blikum. Omar Sowe er á bekknum sem þýðir það að Kristinn Steindórsson mun leiða sóknarlínu Breiðabliks. Hægt er að sjá byrjunarlið Breiðabliks hér fyrir neðan.
0
Það er búið að tilkynnna byrjunarliðin en í liði Víkings kemur það mest á óvart að Nikolaj Hansen byrjar á bekknum. Í vörninni byrja þeir Halldór Smári og Oliver Ekroth í miðju varnarinnar en Kyle McLagan er á bekknum. Hægt er að sjá byrjunarlið Víkings hér fyrir neðan.
0
Breiðablik hefur tvívegis keppt til úrslita í Meistarakeppni KSÍ. Fyrst árið 2010 þegar liðið tapaði 0:1 fyrir FH. Ári síðar tapaði Breiðablik aftur fyrir FH í úrslitaleik Meistarakeppni KSÍ.
0
Víkingur hefur tvívegis unnið Meistarakeppni KSÍ en það var árin 1982 og 1983. Víkingur vann ÍBV árið 1982 2:0 og árið 1983 sigraði Víkingur lið ÍA sömuleiðis 2:0.
0
Ekki var keppt í Meistarakeppni KSÍ á síðasta tímabili en árið 2020 voru það KR og Víkingur sem áttust við en þeim leik lauk með 1:0 sigri KR-inga. Sigurmarkið skoraði Kennie Chopart.
0
Þar sem Víkingur sigraði tvöfalt á síðasta tímabili mætir Víkingur liði Breiðabliks í Meistarakeppni KSÍ 2022 en Breiðablik endaði í öðru sæti í úrvalsdeildinni á síðasta ári.
0
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Víkings R. og Breiðabliks í Meistarakeppni karla.
Sjá meira
Sjá allt

Víkingur R.: (4-5-1) Mark: Ingvar Jónsson. Vörn: Karl Friðleifur Gunnarsson (Logi Tómasson 89), Oliver Ekroth, Halldór Smári Sigurðsson, Davíð Örn Atlason. Miðja: Ari Sigurpálsson (Axel Freyr Harðarson 60), Erlingur Agnarsson (Birnir Snær Ingason 89), Júlíus Magnússon (Kyle McLagan 60), Pablo Punyed, Helgi Guðjónsson (Nikolaj Hansen 68). Sókn: Kristall Máni Ingason.
Varamenn: (M), Logi Tómasson, Kyle McLagan, Adam Ægir Pálsson, Viktor Örlygur Andrason, Axel Freyr Harðarson, Birnir Snær Ingason, Nikolaj Hansen.

Breiðablik: (4-5-1) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson (Adam Örn Arnarson 89), Davíð Ingvarsson (Oliver Sigurjónsson 75). Miðja: Jason Daði Svanþórsson, Viktor Karl Einarsson, Kristinn Steindórsson, Dagur Dan Þórhallsson, Gísli Eyjólfsson. Sókn: Ísak Snær Þorvaldsson.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Oliver Sigurjónsson, Adam Örn Arnarson, Omar Sowe, Anton Logi Lúðvíksson, Sölvi Snær Guðbjargarson, Andri Rafn Yeoman.

Skot: Breiðablik 8 (4) - Víkingur R. 8 (5)
Horn: Víkingur R. 4 - Breiðablik 8.

Lýsandi: Þór Bæring Ólafsson
Völlur: Víkingsvöllur

Leikur hefst
10. apr. 2022 20:00

Aðstæður:
4 stiga hiti, skýjað og smá vindur.

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka