Fram spilar í Safamýri og KA á Dalvík

KA og Leiknir mætast á Dalvík.
KA og Leiknir mætast á Dalvík. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Leikur Fram og KR í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu, sem fara átti fram á Framvelli í Úlfarsárdal hinn 20. apríl, hefur verið færður á Framvöll í Safamýri.

Leikurinn átti að hefjast klukkan 18 en leiktímanum hefur nú verið seinkað til 19:15.

Þá hefur leikur KA og Leiknis úr Reykjavík í 1. umferðinni hinn 20. apríl einnig verður færður frá Greifavellinum á Akureyri á Dalvíkurvöll á Dalvík

Leikurinn mun hins vegar hefjast klukkan 18 líkt og til stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert