Eðlilegt að meintur kynferðisbrotamaður byrji?

Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, gagnrýndi liðsval FH-inga harðlega í upphafsleik Bestu deildar karla í knattspyrnu sem fram fór á Víkingsvelli í Fossvogi í kvöld.

Víkingur úr Reykjavík vann þá 2:1-sigur gegn FH en Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hafnfirðinga í leiknum.

Eggert Gunnþór, ásamt Aroni Einari Gunnarssyni, hefur verið sakaður um kynferðisbrot en atvikið átti sér stað landsliðsverkefni í Kaupmannahöfn árið 2010.

Málið var tekið upp að nýju að beiðni brotaþola síðasta vor en rannsókn lögreglu lauk á dögunum og er mál þeirra Arons og Eggerts nú á borði embættis héraðssaksóknara. Óvíst er hvort ákært verði í málinu.

„Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í Bestu deildinni?“ skrifaði Martin í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, var spurður út í færslu Martins í viðtali sem birtist á Vísi en hann vildi ekki tjá sig um málið.

Ég svara því ekki,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi.is eftir leikinn í kvöld.

 

Martin Hermannsson er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu.
Martin Hermannsson er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert