Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja sinn

Steven Lennon býr sig undir að senda boltann í mark …
Steven Lennon býr sig undir að senda boltann í mark Víkings eftir 30 sekúndna leik í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Steven Lennon leikmaður FH skoraði fyrsta mark Íslandsmóts karla í knattspyrnu þetta sumarið.

Það tók Skotann ekki nema um hálfa mínútu að koma FH yfir gegn Víkingi í fyrsta leik mótsins í Víkinni en Lennon fór illa með Davíð Örn Atlason áður en hann lagði boltann snyrtilega í hornið úr teignum.

Hinn 34 ára gamli Lennon hefur verið frábær fyrir FH í mörg ár og byrjar tímabilið í ár af miklum krafti.

Þetta er í þriðja  sinn sem Lennon skorar fyrsta mark Íslandsmótsins en hann lék líka þann leik vorið 2016 og aftur 2017.

Hér má finna beina textalýsingu frá leiknum.

FH-ingar fagna marki Stevens Lennons eftir hálfa mínútu gegn Víkingi.
FH-ingar fagna marki Stevens Lennons eftir hálfa mínútu gegn Víkingi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert