Valur meistari meistaranna eftir vítakeppni

Valskonur eru meistarar meistaranna 2022.
Valskonur eru meistarar meistaranna 2022. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Vals eru meistarar meistaranna í fótbolta eftir 4:2-sigur á bikarmeisturum Breiðabliks í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni kvenna á Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma.

Staðan í hálfleik var markalaus en þrátt fyrir markaleysið vantaði ekki færin. Valur fékk þrjú virkilega góð færi í fyrri hálfleiknum sem fóru forgörðum. Elín Metta Jensen, Mist Edvardsdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fóru allar illa með góð færi.

Hinum megin var það aðallega Alexandra Soree sem var í færunum en henni mistókst að reyna mikið á Söndru Sigurðardóttur í marki Vals, þrátt fyrir að koma sér í ágæt færi. Hún skaut í tvígang laust og beint á Söndru úr teignum.

Seinni hálfleikurinn var svipaður nema færin létu enn frekar standa á sér. Hvorugt liðið ógnaði marki andstæðingsins mikið. Helena Ósk Hálfdánardóttir komst nálægt því að skora um miðjan seinni hálfleikinn er fyrirgjöfin hennar breyttist í skot og boltinn fór yfir Söndru og í þverslánna.

Valskonur voru nálægt því að skora á 83. mínútu er Mist skallaði að marki eftir horn en Vigdís Lilja Kristjánsdóttir bjargaði á línu. Örfáum mínútum síðar kom Anna Rakel Pétursdóttir boltanum í mark Vals en það taldi ekki þar sem hendi var dæmd.

Að lokum skoraði Valur fjögur mörk í vítakeppninni gegn tveimur mörkum frá Breiðabliki og tryggði sér þannig titilinn meistari meistaranna en Elín Metta Jensen gulltryggði Val sigur í vítakeppninni með glæsilegri spyrnu upp í vinkilinn. 

Valur 4:2 Breiðablik opna loka
91. mín. Mist Edvardsdóttir (Valur) skorar úr víti 1:0 - Mist tekur fyrstu spyrnuna og leggur boltann afar örugglega upp í skeytin bara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka