Landsliðsferlinum lokið?

Sverrir Ingi Ingason og Rúnar Már Sigurjónsson léku síðast með …
Sverrir Ingi Ingason og Rúnar Már Sigurjónsson léku síðast með landsliðinu í mars á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framtíð þeirra Rún­ars Más Sig­ur­jóns­son­ar og Sverr­is Inga Inga­son­ar með ís­lenska karla­landsliðinu í knatt­spyrnu er í mik­illi óvissu.

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is.

Mál beggja leik­manna var sent á borð Sig­ur­bjarg­ar Sig­urpáls­dótt­ur, sam­skiptaráðgjafa íþrótta- og æsku­lýðsstarfs, vegna meintra of­beld­is- og kyn­ferðis­brota síðasta haust.

Stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands barst tölvu­póst­ur frá aðgerðahópn­um Öfgum hinn 27. sept­em­ber síðastliðinn en tölvu­póst­ur­inn inni­hélt meðal ann­ars nöfn á sex leik­mönn­um karla­landsliðsins og dag­setn­ing­ar yfir meint brot þeirra.

Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Gylfi Þór Sig­urðsson og Kol­beinn Sigþórs­son höfðu áður verið nafn­greind­ir í fjöl­miðlum en Rún­ar Már og Sverr­ir Ingi höfðu ekki verið nafn­greind­ir. Ragn­ar Sig­urðsson var sá sjötti en hann hef­ur lagt skóna á hill­una.

Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá því í …
Arn­ar Þór Viðars­son hef­ur stýrt ís­lenska karla­landsliðinu frá því í des­em­ber 2020. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Eiga leik­menn aft­ur­kvæmt?

Sér­sam­bönd inn­an ÍSÍ bíða nú eft­ir reglu­verki frá Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bandi Íslands sem snýr meðal ann­ars að því hvort leik­menn eigi aft­ur­kvæmt í landslið Íslands eft­ir að hafa brotið af sér á ein­hverj­um tíma­punkti.

Eft­ir því sem mbl.is kemst næst hef­ur sér­sam­bönd­un­um ekki borist neitt reglu­verk frá ÍSÍ en fjöldi starfs­hópa var sett­ur á lagg­irn­ar, bæði inn­an ÍSÍ og KSÍ, eft­ir að Knatt­spyrnu­sam­bandið var harðlega gagn­rýnt síðasta haust fyr­ir bæði þögg­un og meðvirkni með meint­um gerend­um inn­an sam­bands­ins.

Það endaði með af­sögn Guðna Bergs­son­ar og að lok­um stjórn­ar KSÍ en áður hafði stjórn KSÍ meinað Kol­beini Sigþórs­syni að taka þátt í landsliðsverk­efn­um karla­landsliðsins í sept­em­ber og Rún­ar Már dró sig úr hópn­um á sama tíma.

Rúnar Már og Sverrir Ingi voru i landsliðshóp Íslands á …
Rún­ar Már og Sverr­ir Ingi voru i landsliðshóp Íslands á Evr­ópu­mót­inu í Frakklandi árið 2016. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Í loka­hópn­um í Frakklandi og Rússlandi

Rún­ar Már, sem er 31 árs gam­all, lék síðast með ís­lenska liðinu í mars 2021 gegn Liechten­stein í undan­keppni HM 2022 í Vaduz í Liechten­stein en hann á að baki 32 A-lands­leiki fyr­ir Ísland. Hann hef­ur ekki gefið kost á sér í síðustu verk­efni landsliðsins.

Sverr­ir Ingi, sem er 28 ára gam­all, tók síðast þátt í sama landsliðsverk­efni, í mars 2021, sem var jafn­framt fyrsta landsliðsverk­efni Arn­ars Þórs Viðars­son­ar með liðið, en varn­ar­maður­inn á að baki 39 A-lands­leiki fyr­ir Ísland. Hann gaf ekki kost á sér í landsliðsverk­efn­in í mars á þessu ári.

Báðir leik­menn hafa verið í lyk­il­hlut­verki hjá liðinu á síðustu árum og voru meðal ann­ars í loka­hóp Íslands sem tók þátt á Evr­ópu­mót­inu í Frakklandi 2016 og heims­meist­ara­mót­inu 2018 í Rússlandi.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert