Frammistaðan er það sem þetta snýst um

Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson Eggert Jóhannesson

Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Breiðabliks, var sátt­ur þegar blaðamaður mbl.is talaði við hann eft­ir 5:1 sig­ur á ÍA í Bestu deild karla í fót­bolta á Akra­nesi fyrr í dag.

„Þetta var öfl­ug frammistaða, við náðum frum­kvæðinu snemma og höld­um því út leik­inn," sagði Óskar. 

„Mér fannst mitt lið vera til­búið í slag­inn, frammistaðan var góð bæði varn­ar­lega og sókn­ar­lega frá fyrstu mín­útu. Það hef­ur sýnt sig hingað til á þessu móti að það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna, til þess þarf að vera vel kveikt á þér frá fyrstu mín­útu og við náðum því í dag.“

Aðspurður út í hvort hon­um þótti byrj­un tíma­bils­ins vera fram­ar vænt­ing­um hafði Óskar þetta að segja: „ Þú renn­ir alltaf að ein­hverju leyti blint í sjó­inn þegar tíma­bilið byrj­ar, þú von­ar að liðið sé á góðum stað og að vinn­an sem leik­menn­irn­ir lögðu í vet­ur sé til staðar og skili sér í góðu formi, en maður veit það í raun og veru aldrei.“

„Við setj­um okk­ur ekki endi­lega ein­hver stiga­fjölda, en frammistaðan er búin að vera góð, sem er gleðilegt, og það er auðvitað það sem þetta snýst um. Ef stig­in koma með þá er það frá­bært en meg­in­at­riðið er að frammistaðan sé til staðar svo það geti verið fram­hald í þessu“. 

Næsti and­stæðing­ur Breiðabliks er Stjarn­an á Kópa­vogs­velli. 

„Við meg­um bú­ast við hörku­leik þar á milli tveggja orku­mikla liða, Stjarn­an byrj­ar þetta mót vel og er öfl­ugt lið þannig ég býst við engu öðru nema hörku­leik þar,“ sagði Óskar Hrafn að lok­um. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert