Afturelding, sem er nýliði í Bestu deild kvenna í fótbolta, hefur fengið Sólveigu J. Larsen lánaða frá Val.
Sólveig, sem er 21 árs kantmaður, hefur leikið tvo af fyrstu þremur leikjum Vals í deildinni í ár en Valsliðið er komið með þrjá erlenda leikmenn á síðustu dögum. Sólveig á að baki 62 úrvalsdeildarleiki með Val, Fylki, Breiðabliki og HK/Víkingi og ætti að vera nýliðunum góður liðsauki.