Breiðablik fór létt með KR

Hildur Antonsdóttir var á skotskónum fyrir Blika í kvöld.
Hildur Antonsdóttir var á skotskónum fyrir Blika í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Breiðablik vann öruggan sigur gegn KR þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Meistaravöllum í Vesturbæ í kvöld.

Leiknum lauk með 4:0-sigri Breiðabliks en Kópavogsliðið var með 2:0 forystu í hálfleik.

Alexandra Jóhannsdóttir kom Breiðabliki yfir strax á 5. mínútu með laglegum skalla og Hildur Antonsdóttir bætti við öðru marki Blika á 33. mínútu með vinstri fótarskoti úr teignum.

Heiðdís Lillýardóttir skoraði þriðja mark Breiðabliks á 53. mínútu eftir hornspyrnu áður en Karen María Sigurgeirsdóttir innsiglaði 4:0-sigur Breiðabliks með frábæru skoti við vítateigshornið.

Með sigrinum tyllir Breiðablik sér á toppinn í deildinni en liðið er með 9 stig. KR er hins vegar án stiga í neðsta sætinu.

KR 0:4 Breiðablik opna loka
90. mín. +3 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka