Ég er í besta liðinu á Íslandi

Omar Sowe skorar sigurmarkið í kvöld.
Omar Sowe skorar sigurmarkið í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Gamb­íumaður­inn Omar Sowe var hetja Breiðabliks í 4:3-heima­sigri á Fram í Bestu deild karla í fót­bolta í kvöld. Sowe kom inn á sem varamaður á 75. mín­útu og skoraði sig­ur­markið á 87. mín­útu með fal­legu skoti utan teigs.

„Til þess eru vara­menn, að koma inn á og láta vita af sér og gera eins vel og þú get­ur. Það er æðis­legt að ná í sig­ur­inn og ég verð að þakka þjálf­arat­eym­inu fyr­ir traustið og fyr­ir að setja mig inn á. Þetta voru góð úr­slit,“ sagði Sowe í sam­tali við mbl.is eft­ir leik.

Leik­ur­inn í kvöld var mögnuð skemmt­un og komst Breiðablik í 2:0 og 3:2 en Fram jafnaði í tvígang áður en Sowe skoraði sig­ur­markið.

„Við byrjuðum vel og kom­umst í 2:0 en eins og við segj­um í fót­bolta þá er 2:0 hættu­leg for­ysta. Við vild­um halda áfram að gera vel en við kom­um flat­ir inn í seinni hálfleik og þeir refsuðu.

Við skoruðum en þeir skoruðu 30 sek­únd­um seinna. Við vor­um ekki 100% klár­ir í kvöld og við hleypt­um þeim inn í þetta þegar við átt­um að vera með stjórn. Við börðumst hins­veg­ar allt til loka og feng­um úr­slit­in sem við vild­um,“ sagði hann.

Sowe skoraði annað mark skömmu áður en sig­ur­markið kom en það stóð ekki þar sem hann var flaggaður rang­stæður.

„Eft­ir leik kom Óskar upp að mér og við horfðum á end­ur­sýn­ing­una. Ég var alls ekki í rang­stöðu. Það hefði verið gott að fá tvö mörk en ég tek þetta eina, sér­stak­lega þar sem það var sig­ur­mark.“

Sowe er ánægður með veru sína á Íslandi til þessa en hann er að láni frá New York Red Bulls í Banda­ríkj­un­um. „Ég elska að vera hérna. Þetta er æðis­legt land með æðis­legu fólki. Ég er í besta liði á Íslandi og ég þarf að leggja mikið á mig til að reyna að sanna fyr­ir þjálf­ar­an­um að ég eigi skilið að vera í byrj­un­arliðinu. Það hef­ur verið erfitt en ég er að aðlag­ast,“ sagði Sowe.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert