KR vann nýliðaslaginn

Hildur Björg Kristjánsdóttir úr KR og Sólveig Larsen úr Aftureldingu …
Hildur Björg Kristjánsdóttir úr KR og Sólveig Larsen úr Aftureldingu í baráttu um boltann á Meistaravöllum í kvöld. mbl.is/Eggert

KR vann Aftureldingu 1:0 í nýliðaslag Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Það var Marcella Barberic sem reyndist hetjan en hún skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur en Afturelding byrjaði betur. Liðið hélt boltanum vel en náði þó ekki að skapa sér nein alvöru færi. Þegar leið á hálfleikinn sóttu heimakonur þó í sig veðrið og voru síst slakari aðilinn seinni hluta hálfleiksins. Þær voru þó einnig í vandræðum með að skapa sér færi og var staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. 

Seinni hálfleikurinn var fjörugri en bæði lið fengu tækifæri til að komast yfir. Sara Jimenez fékk besta færi leiksins þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum en hún fékk þá boltann í teignum eftir frábært spil Aftureldingar. Henni mistókst þó að hitta markið og staðan því áfram markalaus. Örskömmu síðar kom svo sigurmarkið. Barberic fékk boltann þá alein í teignum, lék honum framhjá Auði S. Scheving í marki Aftureldingar og kláraði í opið mark. Virkilega vel gert.

Með sigrinum fer KR upp að hlið Aftureldingar en liðin eru nú jöfn á botni deildarinnar, bæði með þrjú stig.

KR 1:0 Afturelding opna loka
90. mín. Við erum komin í uppbótartíma. KR er svakalega nálægt sínum fyrstu stigum í sumar!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka