FH tapaði sínum fyrstu stigum á tímabilinu í 1. deild kvenna í fótbolta, Lengjudeildinni, í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Fjölni á útivelli. Stigið var það fyrsta sem Fjölnir fær í sumar.
Úrslitin þýða að HK er eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. HK er í öðru sæti með tíu stig, einu stigi á undan Víkingi og Tindastóli.
Tindastóll vann 1:0-sigur á Haukum á Sauðárkróki í kvöld. Murielle Tiernan gerði sigurmarkið á 69. mínútu með sínu þriðja marki í fjórum leikjum. Haukar eru í áttunda sæti með þrjú stig.