Konan kærir niðurfellingu málsins gegn Aroni og Eggerti

Eggert Gunnþór Jónsson í leik með FH.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Konan sem kærði knattspyrnumennina Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson fyrir hópnauðgun síðastliðið haust, hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara á máli hennar gegn þeim fyrr í mánuðinum.

Þetta staðfesti Ómar Smárason, yfirmaður samskiptadeildar KSÍ, að loknum fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum sambandsins rétt í þessu.

Héraðssaksóknari lét mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs, þar sem sem þeir voru sakaðir um hópnauðgun árið 2010, niður falla fyrr í mánuðinum.

Þar sem konan hefur kært niðurfellingu málsins kom ekki til greina fyrir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara að velja Aron Einar í hópinn þar sem málinu telst samkvæmt skilgreiningum nýrrar viðbragðsáætlunar KSÍ ekki endanlega lokið.

Eggert Gunnþór fellur líka undir viðbragðsáætlunina en hefur ekki verið viðloðandi A-landsliðshópinn í rúm þrjú ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert