Blikar niðurlægðu Valsmenn í Kópavogi

Ísak Snær Þorvaldsson og Mikkel Qvist fagna marki þess síðarnefnda …
Ísak Snær Þorvaldsson og Mikkel Qvist fagna marki þess síðarnefnda í Kópavoginum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Ísak Snær Þorvaldsson kom inn á í hálfleik og skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik þegar liðið vann stórsigur gegn Val í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á Kópavogsvelli í Kópavogi í kvöld.

Leiknum lauk með 6:2-sigri Breiðabliks en Ísak Snær kom Breiðabliki í 3:2 á 72. mínútu og svo 4:2 með marki þremur mínútum síðar.

Leikurinn fór afar fjörlega af stað og Omar Sowe kom Blikum yfir á 13. mínútu áður en Birkir Heimisson jafnaði metin fyrir Val tveimur mínútum síðar. 

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Valsmönnum svo yfir á 19. mínútu áður en Viktor Örn Margeirsson jafnaði metin fyrir Blika undir lok fyrri  hálfleiks.

Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum þar sem þeir Galdur Guðmundsson og Mikkel Qvist voru einnig á skotskónum ásamt Ísaki og lokatölur því 6:2 á Kópavogsvelli í kvöld.

Blikar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins en Valsmenn eru úr leik.

Breiðablik 6:2 Valur opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með stórsigri Breiðabliks, 6:2.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka