Spænska vefsíðan todosobrecamisetas.com (alltumtreyjur.com) hefur birt mynd af mögulegri næstu landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta.
Treyjan er blá að vanda en með dökkblárri rönd á KSÍ merkinu og niður. Þá er rautt í hálsmálinu. Treyjan hefur ekki verið staðfest hjá KSÍ en Ísland leikur undir merkjum Puma.
Ný treyja sambandsins verður kynnt á næstu dögum og þá verður einnig kynnt sérstök treyja sem A-landslið kvenna leikur í á EM á Englandi.
Myndina af mögulegri næstu landsliðstreyju landsliðanna má sjá hér fyrir neðan.