Byrjunarlið Íslands: Hákon spilar fyrsta leikinn

Brynjar Ingi Bjarnason er í vörninni hjá íslenska liðinu.
Brynjar Ingi Bjarnason er í vörninni hjá íslenska liðinu. AFP/Javier Soriano

Byrjunarlið Íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Ísrael í Þjóðadeild UEFA hefur verið opinberað. Hákon Arnar Haraldsson leikur sinn fyrsta landsleik en hann er 19 ára Skagamaður sem hefur gert góða hluti með danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn undanfarnar vikur.

Alls eru þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá vináttuleiknum gegn Spáni í mars. Hákon kemur inn fyrir sveitunga sinn Stefán Teit Þórðarson, Sveinn Aron Guðjohnsen byrjar í framlínunni í stað Jóns Daða Böðvarssonar og Arnór Sigurðarson kemur inn í liðið fyrir Aron Elís Þrándarson.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Willum Þór Willumsson eru ekki í leikmannahópi Íslands í dag en 25 leikmenn voru valdir í verkefnið og eru 23 á skýrslu.  

Byrjunarlið Íslands:

Markvöður: Rúnar Alex Rúnarsson.

Vörn: Alfons Sampsted, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Hörður Björgvin Magnússon.

Miðja: Þórir Jóhann Helgason, Birkir Bjarnason, Hákon Arnar Haraldsson.

Sókn: Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka