Einn leikmaður í efstu deild í bann

Sólveig Larsen í leik með Aftureldingu gegn KR.
Sólveig Larsen í leik með Aftureldingu gegn KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er eini leikmaðurinn í efstu deild sem var úrskurðaður í leikbann er aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag.

Sólveig, sem er að láni hjá Aftureldingu frá Val, fékk tvö gul spjöld og þar með rautt er liðið lék við Breiðablik 1. júní.

Hún leikur því ekki með Aftureldingu gegn Val á útivelli í kvöld, en óljóst er hvort hún hefði mátt leika þann leik hvort eð er þar sem hún er samningsbundin Val.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka