FH vann uppgjör efstu liðanna

Christabel Oduro framherji Víkings sækir að marki Hauka á Ásvöllum …
Christabel Oduro framherji Víkings sækir að marki Hauka á Ásvöllum í kvöld. Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson

FH komst í kvöld í efsta sæti 1. deildar kvenna í fótbolta, Lengjudeildarinnar, með því að sigra HK 3:1 í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Kórnum í Kópavogi.

HK hafði unnið fimm fyrstu leiki sína og er nú áfram með 15 stig en í öðru sæti. FH hafði áður gert eitt jafntefli og er nú eina taplausa lið deildarinnar með 16 stig í efsta sætinu.

Fanney Inga Birkisdóttir markvörður FH í kröppum dansi í vítateig …
Fanney Inga Birkisdóttir markvörður FH í kröppum dansi í vítateig Hafnarfjarðarliðsins í Kórnum í kvöld. mbl.is/Hákon

Kristin Schnurr og Elín Björg Norðfjörð komu FH í 2:0 í fyrri hálfleik og Shaina Ashouri skoraði þriðja markið í byrjun síðari hálfleiks. Ísold Kristín Rúnarsdóttir kom HK á blað með marki á 81. mínútu.

Víkingur lagði Hauka að velli, 2:1, á Ásvöllum. Víkingar eru þá með 12 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar eru með 3 stig í áttunda sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert