Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson fór meiddur af velli er íslenska U21 árs landsliðið vann 3:1-heimasigur á Hvíta-Rússlandi á Víkingsvelli í gærkvöldi.
Ísak virtist finna til í brjóstinu snemma í seinni hálfleik og gat ekki haldið leik áfram.
Hann birti síðan mynd af sér í gærkvöldi en hann var þá komin í skoðun á sjúkrahúsi. Ísak sagði í samtali við fótbolta.net að blóðprufa og hjartalínurit hafi komið vel út, þótt hann væri enn með verki í bringunni.
Helvítis boltinn maður🏥 pic.twitter.com/E4E5kA8Xua
— Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) June 8, 2022