Brenna með þrennu í sannfærandi sigri

Eva Lind Elíasdóttir skallar að marki Þórs/KA í leiknum í …
Eva Lind Elíasdóttir skallar að marki Þórs/KA í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Selfoss vann öruggan sigur á Þór/KA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 4:1 og skoraði Brenna Lovera þrennu fyrir Selfoss.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill, liðin fóru varlega inn í leikinn og þefuðu upp eitt og eitt hálffæri. Þór/KA komst yfir á 43. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en afgreiðsla Margrétar Árnadóttur var virkilega glæsileg.

Staðan var 0:1 í hálfleik og það var ljóst á upphafsmínútum seinni hálfleiks að Selfoss ætlaði ekki að tapa en leikurinn var nánast einstefna í seinni hálfleik. Strax á 50. mínútu jafnaði Brenna Lovera eftir fyrirgjöf frá Miröndu Nild og í kjölfarið áttu Selfyssingar nokkrar hættulegar sóknir og góð færi fóru í súginn. Brenna var svo aftur á ferðinni á 70. mínútu og aftur fékk hún fyrirgjöf frá Miröndu, sem var mjög spræk í seinni hálfleiknum. 

Heimakonur gerðu endanlega út um leikinn með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Varamaðurinn Barbára Sól Gísladóttir skoraði frábært mark á 84. mínútu og tveimur mínútum síðar kórónaði Brenna þrennuna og innsiglaði 4:1 sigur Selfoss.

Selfoss 4:1 Þór/KA opna loka
90. mín. Kimberley Dóra Hjálm­ars­dótt­ir (Þór/KA) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka