Ísak Snær Þorvaldsson æfði með 21-árs landsliðinu í knattspyrnu í dag fyrir leikinn gegn Kýpur annað kvöld en óvissa var með þátttöku hans í leiknum.
Ísak fór af velli í leiknum við Hvíta-Rússland á miðvikudag, snemma í síðari hálfleik, eftir að hafa fundið fyrir verkjum í bringunni. Rannsókn sem hann gekk í gegnum á sjúkrahúsi leiddi ekkert alvarlegt í ljós og hann fékk leyfi til að æfa í dag.
Þorleifur Úlfarsson, leikmaður Houston Dynamo í Bandaríkjunum, æfði hinsvegar ekki með liðinu á Víkingsvellinum í dag.