Brenna með þrennu í sannfærandi sigri

Eva Lind Elíasdóttir skallar að marki Þórs/KA í leiknum í …
Eva Lind Elíasdóttir skallar að marki Þórs/KA í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Sel­foss vann ör­ugg­an sig­ur á Þór/​KA í 8-liða úr­slit­um Mjólk­ur­bik­ars kvenna í knatt­spyrnu í kvöld. Loka­töl­ur urðu 4:1 og skoraði Brenna Lovera þrennu fyr­ir Sel­foss.

Fyrri hálfleik­ur­inn var tíðinda­lít­ill, liðin fóru var­lega inn í leik­inn og þefuðu upp eitt og eitt hálf­færi. Þór/​KA komst yfir á 43. mín­útu, nokkuð gegn gangi leiks­ins, en af­greiðsla Mar­grét­ar Árna­dótt­ur var virki­lega glæsi­leg.

Staðan var 0:1 í hálfleik og það var ljóst á upp­haf­smín­út­um seinni hálfleiks að Sel­foss ætlaði ekki að tapa en leik­ur­inn var nán­ast ein­stefna í seinni hálfleik. Strax á 50. mín­útu jafnaði Brenna Lovera eft­ir fyr­ir­gjöf frá Miröndu Nild og í kjöl­farið áttu Sel­fyss­ing­ar nokkr­ar hættu­leg­ar sókn­ir og góð færi fóru í súg­inn. Brenna var svo aft­ur á ferðinni á 70. mín­útu og aft­ur fékk hún fyr­ir­gjöf frá Miröndu, sem var mjög spræk í seinni hálfleikn­um. 

Heima­kon­ur gerðu end­an­lega út um leik­inn með tveim­ur mörk­um á síðustu tíu mín­út­un­um. Varamaður­inn Barbára Sól Gísla­dótt­ir skoraði frá­bært mark á 84. mín­útu og tveim­ur mín­út­um síðar kór­ónaði Brenna þrenn­una og inn­siglaði 4:1 sig­ur Sel­foss.

Sel­foss 4:1 Þór/​KA opna loka
skorar Brenna Lovera (50. mín.)
skorar Brenna Lovera (70. mín.)
skorar Barbára Sól Gísla­dótt­ir (84. mín.)
skorar Brenna Lovera (86. mín.)
Mörk
skorar Margrét Árnadóttir (43. mín.)
fær gult spjald Brenna Lovera (31. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Hulda Björg Hannesdóttir (79. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Fyllilega sanngjarn sigur Selfyssinga sem eru komnir í undanúrslitin!
90 Brenna Lovera (Selfoss) á skot framhjá
90 Kimberley Dóra Hjálm­ars­dótt­ir (Þór/KA) á skot sem er varið
88 Kimberley Dóra Hjálm­ars­dótt­ir (Þór/KA) á skot sem er varið
88 Þór/KA fær hornspyrnu
87 Embla Dís Gunnarsdóttir (Selfoss) kemur inn á
87 Miranda Nild (Selfoss) fer af velli
86 MARK! Brenna Lovera (Selfoss) skorar
4:1 - Þrenna Lovera! Hún fær stórt svæði til þess að hlaupa í, Miranda sendir boltann innfyrir og Brenna skorar auðveldlega.
84 MARK! Barbára Sól Gísla­dótt­ir (Selfoss) skorar
3:1 - Frábært mark! Sara Mjöll með slaka markspyrnu sem Brenna skallar upp í loftið. Boltinn berst á Kristrúnu sem rennir honum til hægri á Barbáru sem kemur á ferðinni og neglir boltanum í netið.
80 Katla María Þórðardótt­ir (Selfoss) kemur inn á
80 Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) fer af velli
80 Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss) á skot framhjá
80 Selfoss fær hornspyrnu
79 Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) fær gult spjald
Brýtur á Brennu úti við hornfána.
78 Ísfold Marý Sig­tryggs­dótt­ir (Þór/KA) kemur inn á
78 Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) fer af velli
78 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Þór/KA) kemur inn á
78 Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA) fer af velli
77 Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Bergrós í ágætri stöðu vinstra megin í teignum en skotið er slakt.
70 MARK! Brenna Lovera (Selfoss) skorar
2:1 - Miranda með góðan sprett upp völlinn, sendir á Brennu sem á nóg eftir, leikur inn í teig og klárar færið eins og fagmaðurinn sem hún er.
66 Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss) kemur inn á
66 Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) fer af velli
66 Barbára Sól Gísla­dótt­ir (Selfoss) kemur inn á
66 Magdalena Anna Reimus (Selfoss) fer af velli
66 Susanne Joy Friedrichs (Selfoss) kemur inn á
66 Íris Una Þórðardóttir (Selfoss) fer af velli
63 Miranda Nild (Selfoss) á skot framhjá
DAUÐAFÆRI! Brenna með fyrirgjöf frá hægri og Miranda er á auðum sjó við markteiginn. Þarna átti hún að gera miklu betur!
62 Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) á skot sem er varið
Lítil hætta á ferðum. Skotið beint á Tiffany.
59 Brenna Lovera (Selfoss) á skot sem er varið
Ágætis skot fyrir utan teig. Sara Mjöll með þetta allt á hreinu.
59 Sandra María Jessen (Þór/KA) á skot sem er varið
Ágætis tilraun, var fyrir utan vítateiginn og Tiffany þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu.
57
Andrea tekur aukaspyrnu fyrir Þór/KA, Eva Lind kemst í boltann og sparkar honum upp í höndina á sér. Þetta er rétt hjá Twana dómara, það er ekki hægt að dæma víti á þetta.
55 Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) kemur inn á
55 Ísey Ragnarsdóttir (Þór/KA) fer af velli
Tiffy hefur ekki verið að sýna mikið og hún nær ekki að skora gegn sínum gömlu liðsfélögum í dag.
53 Brenna Lovera (Selfoss) á skot sem er varið
Selfyssingar heldur betur að hressast hérna!
52 Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
50 MARK! Brenna Lovera (Selfoss) skorar
1:1 - Loksins gekk uppspilið hjá Selfyssingum. Miranda með fyrirgjöf á Brennu sem er við vítapunktinn, leggur boltann fyrir sig og neglir honum í netið!
45 Hálfleikur
Eftir rólegan fyrri hálfleik fær Þór/KA gott mark á besta tíma. Það er ekki nóg fyrir Selfoss að halda bara boltanum.
43 MARK! Margrét Árnadóttir (Þór/KA) skorar
0:1 - Fín sókn hjá Þór/KA. Margrét með frábært hlaup innfyrir hægra megin. Hulda Ósk rennir boltanum á hana, Margrét reynir fyrirgjöf sem fer í Írisi, boltinn hrekkur aftur til Margrétar sem afgreiðir boltann snyrtilega í netið.
39 Miranda Nild (Selfoss) á skot sem er varið
Skot fyrir utan, fer í varnarmann og endar auðveldlega í fanginu á Söru.
35 Miranda Nild (Selfoss) á skot sem er varið
Sif með góða sendingu úr öftustu línu og Miranda með enn betri móttöku. Nær skotinu við vítateigslínuna, en það er beint á Söru.
32
Leikar að æsast hér og kominn tími til. Sandra sleppur innfyrir en Íris gerir mjög vel og bjargar í innkast á síðustu stundu.
31 Brenna Lovera (Selfoss) fær gult spjald
Brenna átti góðan sprett inn í teiginn og var felld en Twana spjaldar hana fyrir dýfu. Það var nákvæmlega svona sókn sem gaf Selfyssingum vítaspyrnu og sigurmark í deildarleik liðanna fyrir norðan.
30
Selfoss er búið að halda boltanum (vel) síðasta korterið en eru ekki að ná að skapa nein alvöru færi. Norðankonur sitja aftarlega og freista þess að sækja hratt. Þær þurfa að ná boltanum til þess.
20 Miranda Nild (Selfoss) á skot framhjá
Brenna með frábær tilþrif úti hægra megin og fyrirgjöf inn í teiginn en Miranda þarf að teygja sig í boltann og nær ekki að stýra honum á rammann.
17 Magdalena Anna Reimus (Selfoss) á skot framhjá
Álitleg sókn hjá Selfyssingum. Brenna fær boltann inni í teignum og rennir honum út á Magdalenu en hún nær ekki góðu skoti.
15
Fyrsta korterið er búið að vera mjög rólegt. Mikið um þreifingar en fátt um færi. Við viljum meira fjör!
8 Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss) á skalla sem fer framhjá
Fín hornspyrna frá Miröndu og Bergrós er ódekkuð í teignum en skallar hátt yfir.
8 Selfoss fær hornspyrnu
4 Þór/KA fær hornspyrnu
4 Ísey Ragnarsdóttir (Þór/KA) á skot framhjá
Sandra með góða sendingu innfyrir en skot Tiffany fer í varnarmann.
2 Margrét Árnadóttir (Þór/KA) á skot sem er varið
Var í ágætri stöðu fyrir utan teig en skotið er laust og skapar ekki vandræði fyrir Tiffany.
1 Leikur hafinn
Selfoss sækir í átt að frjálsíþróttavellinum og Þór/KA í átt að félagsheimilinu Tíbrá. Var ég búinn að minnast á veðrið? Vindurinn mun ekki hafa áhrif á leikinn, það er smá hliðarvindur.
0
Var ég búinn að minnast á veðrið? Ég óska þess að áhorfendur fjölmenni. Það er reyndar ólíklegt að sú ósk rætist á föstudegi kl. 18:00 í júní.
0
Það eru sömuleiðis fimm breytingar á liði Þórs/KA sem tapaði hraustlega fyrir Stjörnunni í deildinni á mánudag. Harpa markvörður, Unnur, Rakel, Ísfold og Vigdís fara allar á bekkinn en inn í þeirra stað koma Sara Mjöll í markið, Angela, Saga, Tiffany og Kimberley.
0
Björn þjálfari Selfoss gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu frá tapleiknum gegn Breiðabliki í deildinni á þriðjudaginn. Susanna, Barbára, Katla, Kristrún og Auður setjast allar á bekkinn en í stað þeirra koma Íris, bergrós, Katrín, Magdalena og Eva Lind inn í liðið.
0
Við erum mætt á völlinn í Mjólkurbikarnum! Frábærar aðstæður á Selfossi - sól og blíða og 18°C hiti. Ég skora á þjálfarateymin að taka stuttbuxurnar fram.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Selfoss og Þórs/KA í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins.
Sjá meira
Sjá allt

Selfoss: (4-5-1) Mark: Tiffany Sornpao. Vörn: Íris Una Þórðardóttir (Susanne Joy Friedrichs 66), Sif Atladóttir, Áslaug Dóra Sig­ur­björns­dótt­ir, Bergrós Ásgeirsdóttir. Miðja: Eva Lind Elíasdóttir (Kristrún Rut Antonsdóttir 66), Magdalena Anna Reimus (Barbára Sól Gísla­dótt­ir 66), Unnur Dóra Bergsdóttir (Katla María Þórðardótt­ir 80), Miranda Nild (Embla Dís Gunnarsdóttir 87), Katrín Ágústsdóttir. Sókn: Brenna Lovera.
Varamenn: Karen Rós Torfadóttir (M), Susanne Joy Friedrichs, Embla Dís Gunnarsdóttir, Barbára Sól Gísla­dótt­ir, Katla María Þórðardótt­ir, Kristrún Rut Antonsdóttir, Auður Helga Hall­dórs­dótt­ir.

Þór/KA: Sara Mjöll Jóhannsdóttir (M), Andrea Mist Pálsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Margrét Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Ísey Ragnarsdóttir, Sandra María Jessen, Kimberley Dóra Hjálm­ars­dótt­ir, Angela Mary Helgadóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir.
Varamenn: Harpa Jóhannsdóttir (M), Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Ísfold Marý Sig­tryggs­dótt­ir, Agnes Birta Stefánsdóttir.

Skot: Selfoss 16 (10) - Þór/KA 7 (6)
Horn: Þór/KA 2 - Selfoss 2.

Lýsandi: Guðmundur Karl Sigurdórsson
Völlur: JÁVERK-völlurinn

Leikur hefst
10. júní 2022 18:00

Aðstæður:
Frábærar! Það er stuttbuxnaveður á Selfossi. 18°C hiiti og sólskin. Austan sex metrar á sekúndu og grasvöllurinn hinn glæsilegasti, enda er Sveinbjörn búinn að vökva völlinn vel.

Dómari: Twana Khalid Ahmed
Aðstoðardómarar: Bergur Daði Ágústsson og Ásmundur Hrafn Magnússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss 0:2 Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss 0:2 Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert