„Bjartsýn á að þetta séu ekki alvarleg meiðsli“

Elín Metta Jensen í leik með Val gegn Breiðabliki í …
Elín Metta Jensen í leik með Val gegn Breiðabliki í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Metta Jen­sen, landsliðskona í knatt­spyrnu, kveðst bjart­sýn á að meiðslin sem hún varð fyr­ir í leik með Val gegn Sel­fossi í Bestu deild kvenna í gær­kvöldi séu ekki al­var­leg.

Því þykir henni ólík­legt að þau muni hafa nokk­ur áhrif á þátt­töku henn­ar á EM 2022 á Englandi í næsta mánuði, þar sem hún er hluti af 23-manna leik­manna­hópn­um.

„Þetta var slæmt högg sem ég fékk á nára­svæðið og ég stífnaði öll upp. En þetta er miklu betra í dag og ég er nokkuð bjart­sýn á að þetta séu ekki al­var­leg meiðsli. Ég ætla að hvíla í dag en svo eru bara æf­ing­ar um helg­ina,“ sagði Elín Metta í sam­tali við RÚV.

Hún lék síðast lands­leik fyr­ir kvenna­landsliðið síðastliðið sum­ar vegna þrálátra meiðsla en hef­ur náð að halda sér í góðu leik­formi það sem af er yf­ir­stand­andi tíma­bili.

„Mér finnst ég vera í góðu standi og hef­ur liðið vel á vell­in­um með Val. Það er svo bara þjálf­ar­ans að meta í hvaða hlut­verki maður verður. Ég fer þarna út til þess að hjálpa liðinu sama í hvaða hlut­verki það verður,“ sagði Elín Metta einnig í sam­tali við RÚV.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert