Víkingur upp í annað sætið

Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV tók á móti Íslands- og bikar­meist­ur­um Vík­ings í upp­hafs­leik 9. um­ferðar Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu á Há­steinsvelli í dag. Loka­töl­ur voru 3:0 fyr­ir Vík­ing.

Fyr­ir leik­inn voru Eyja­menn í 11. sæti deild­ar­inn­ar með 3 stig og áttu enn eft­ir að vinna leik en Vík­ing­ar sátu í 4. sæti með 16 stig.

Vík­ing­ar byrjuðu leik­inn bet­ur og fengu dauðafæri strax á 5 mín þegar Krist­all Máni Inga­son komst einn í gegn en skot hans fór fram­hjá.

Oli­ver skoraði svo fyr­ir Vík­inga með skalla á 8. mín­útu eft­ir góða send­ingu fyr­ir frá Pablo Punyed. Á 29 mín skoruðu Vík­ing­ar svo sitt annað mark í leikn­um eft­ir góðan sprett upp vinstri kant­inn náði Erl­ing­ur Agn­ars­son að lauma bolt­an­um fram­hjá Guðjóni Orra Sig­ur­jóns­syni í marki ÍBV.

Eft­ir annað mark Vík­inga fóru Eyja­menn fram­an á völl­inn og náðu nokkr­um skot­um að marki. Alex Freyr Hilm­ars­son fékk gott færi fyr­ir Eyja­menn seint í fyrri hálfleik en skot hans fór fram­hjá. Staðan var því 2:0 í hálfleik.

Leik­menn ÍBV byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og pressuðu Vík­inga framar­lega á vell­in­um. Eyja­menn voru óheppn­ir að setja ekki mark fljót­lega í seinni hálfleik. Fel­ix Örn Friðriks­son átti gott skot í slá, stuttu síðar átti Telmo Cast­an­heira hörku­skot í stöng. Andri Rún­ar Bjarna­son slapp svo einn í gegn eft­ir 60 mín­út­ur en Þórður Inga­son gerði vel og varði.

Vík­ing­ar gerðu svo útum leik­inn á 76. mín­útu með frá­bæru marki. Krist­all Máni átti þá geggjaða send­ingu inn­fyr­ir vörn Eyja­manna af miðjunni og Ari Sig­urpáls­son var einn á auðum sjó og kláraði snyrti­lega.

Eyja­menn reyndu hvað þeir gátu að minnka mun­inn í lok­in og fengu nokk­ur mjög góð færi til þess en Þórður Inga­son markvörður Vík­inga sá við þeim. Þórður Inga­son átti mjög góðan leik í marki Vík­inga og hélt hreinu sem var ótrú­legt miðað við fær­in sem Eyja­menn fengu í þess­um leik, Krist­all Máni átti einnig góðan leik fyr­ir Vík­inga. Hjá ÍBV voru Telmo og Sig­urður Arn­ar best­ir.

Vík­ing­ur er kom­inn uppí 2. sæti deild­ar­inn­ar á meðan ÍBV er í neðsta sæti. Næsti leik­ur Eyja­manna er gegn Fram á úti­velli næst­kom­andi mánu­dag og verða Eyja­menn að fara að ná í stig ef ekki á illa að fara. Vík­ing­ar eru hins­veg­ar að fara að spila í for­keppni meist­ara­deild­ar­inn­ar gegn Levadia Tall­in frá Eistlandi næst­kom­andi þriðju­dag.

ÍBV 0:3 Vík­ing­ur R. opna loka
Mörk
skorar Oliver Ekroth (8. mín.)
skorar Erlingur Agnarsson (29. mín.)
skorar Ari Sigurpálsson (76. mín.)
fær gult spjald Sigurður Arnar Magnússon (27. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Karl Friðleifur Gunnarsson (64. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Hörkuleikur hér í Eyjum. 0-3 fyrir Víkingum. Hreint ótrúlegt að Eyjamenn hafi ekki náð að skora í þessum leik.
90 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skot sem er varið
90 Tómas Bent Magnússon (ÍBV) á skot framhjá
90 Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) á skot framhjá
Enn eitt dauðafærið sem Eyjamenn fá. Þeir hreinlega geta ekki skorað
90 Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV) á skot sem er varið
90 Tómas Bent Magnússon (ÍBV) á skalla sem fer framhjá
Töluvert framhjá
90
4 mín bætt við
90 Breki Ómarsson (ÍBV) á skot sem er varið
Slapp einn í gegn en Víkingar ná að renna sér fyrir og bjarga. Annað dauðafæri.
89 Tómas Bent Magnússon (ÍBV) á skot framhjá
Skot rétt yfir
84 Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) á skot sem er varið
Dauðafæri - slapp einn í gegn en Þórður sá við honum.
84
Víkingar í dauðafæri en Kristall hittir ekki boltann.
81
Þreföld skipting hjá Eyjamönnum.
81 Tómas Bent Magnússon (ÍBV) kemur inn á
81 Telmo Castanheira (ÍBV) fer af velli
81 Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV) kemur inn á
81 Felix Örn Friðriksson (ÍBV) fer af velli
81 Breki Ómarsson (ÍBV) kemur inn á
81 José Sito (ÍBV) fer af velli
79 José Sito (ÍBV) á skot sem er varið
Ætlaði að lauma þessum yfir Daníel en hann nær að blaka þessu yfir.
78 ÍBV fær hornspyrnu
76 MARK! Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) skorar
Geggjuð sending innfyrir á Ara sem klárar þetta vel.
67 Hans Mpongo (ÍBV) á skot framhjá
64 Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) kemur inn á
64 Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) fer af velli
64 Kyle McLagan (Víkingur R.) kemur inn á
64 Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) fer af velli
64 Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) fær gult spjald
63
Góður sprettur hjá Felix upp vinstra megin en Víkingar komasr fyrir skotið
60 Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) á skot sem er varið
Andri Rúnar slapp einn í gegn og lætur verja frá sér. Dauðafæri.
59 Hans Mpongo (ÍBV) kemur inn á
59 Halldór J. S. Þórðarson (ÍBV) fer af velli
59 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) kemur inn á
59 Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) fer af velli
55 Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skot framhjá
55 Telmo Castanheira (ÍBV) á skot í stöng
Hörkusot í stöng. Þarna munaði litlu.
52
Eyjamenn eru að auka í pressuna á Víkinga. Sjáum hvort það skili einhverju.
49 Felix Örn Friðriksson (ÍBV) á skot í þverslá
Gott skot í slánna og yfir.
48 Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV) á skot sem er varið
47
Eyjamenn voru hættulegri seinni hlutann af fyrri hálfleik en Víkingar alltaf líklegir þegar þeir komust í sókn.
46 Leikur hafinn
Komið í gang aftur
45 Hálfleikur
45
1 mín bætt við
44 Elvis Bwomono (ÍBV) á skot framhjá
42
Eyjamenn hafa verið að sækja í sig veðrið síðustu mínútur og átt nokkrar tilraunir að marki
42 José Sito (ÍBV) á skot sem er varið
40 Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV) á skot framhjá
Skaut framhjá úr dauðafæri
39 Telmo Castanheira (ÍBV) á skot framhjá
38 Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) á skot framhjá
skot fyrir utan teig framhjá
37 Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) á skot framhjá
Góð sending fram hjá Eyjamönnum, Andri Rúnar í ágætis færi en skotið yfir.
35
Lítið að gerast þessar mínúturnar
29 MARK! Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) skorar
0:2 - Víkingar fóru upp vinstra megin og náðu boltanum inn í teig þar fékk Erlingur boltann og laumaði honum í hornið. ekki var það fast.
27 Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV) fær gult spjald
Nartaði í hælana á Kristal Mána. Lítið
23 Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) á skot framhjá
Aukaspyrna rétt framhjá
22 Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) á skot sem er varið
17
Víkingar voru að sleppa í gegn en Sigurður Arnar bjargar
16 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) kemur inn á
16 Pablo Punyed (Víkingur R.) fer af velli
15 Guðjón Orri Sigurjónsson (ÍBV) varði
Víkingar voru að sleppa í gegn en Guðjón náði að koma og grípa boltann.
14
ÍBV byrjaði leikinn ágætlega komust 2x í góðar stöður en síðasta sending klikkaði. Víkingar fengu gott færi á 5 mín og skoruðu svo á 8
13 ÍBV fær hornspyrnu
Annað horn
12 ÍBV fær hornspyrnu
Eftir góðan sprett upp kantinn
8 MARK! Oliver Ekroth (Víkingur R.) skorar
0:1 - Víkingar fengu hornspyrnu sem var skölluð í burtu, komu boltanum aftur inn í teig og þar mætti Oliver og skallaði boltann í netið
7 Víkingur R. fær hornspyrnu
5 Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) á skot framhjá
Kristall var allt í einu dottinn einn í gegn
4 ÍBV fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað hjá okkur. Víkingar sækja í átt að dalnum. Eyjamenn byrja með boltan.
0
Þá koma liðin útá völl. Frábært veður fyrir knattspyrnuleik. Eigum vonandi von á hörkuleik.
0
Það styttist í leik. Liðin eru farin til búningsklefa.
0
Kristall Máni er markahæstur Víkinga með 4 mörk, Nicolaj Hansen kemur næstur með 3 mörk. Hjá Eyjamönnum eru Sigurður Arnar og Andri Rúnar báðir búnir að gera 2 mörk.
0
Bæði lið eru mætt útá völl í upphitun.
0
Víkingar hafa hinsvegar unnið 3 af síðustu 5 leikjum, gert 1 jafntefli og tapað 1.
0
ÍBV hefur gert 2 jafntefli í síðustu 5 leikjum og tapað 3 leikjum. Þurfa nauðsynlega á sigri að halda hér í dag.
0
ÍBV hefur ekki enn unnið leik og er í ellefta sæti með þrjú stig. Víkingur R. er í fjórða sæti með sextán stig.
0
Góða daginn og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu á leik ÍBV og Víkings R. í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

ÍBV: (4-4-2) Mark: Guðjón Orri Sigurjónsson. Vörn: Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Sigurður Arnar Magnússon, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Elvis Bwomono. Miðja: Halldór J. S. Þórðarson (Hans Mpongo 59), Telmo Castanheira (Tómas Bent Magnússon 81), Alex Freyr Hilmarsson, Felix Örn Friðriksson (Guðjón Pétur Lýðsson 81). Sókn: José Sito (Breki Ómarsson 81), Andri Rúnar Bjarnason.
Varamenn: Halldór Páll Geirsson (M), Nökkvi Már Nökkvason, Jón Ingason, Guðjón Pétur Lýðsson, Tómas Bent Magnússon, Breki Ómarsson, Hans Mpongo.

Víkingur R.: (4-4-2) Mark: Þórður Ingason. Vörn: Karl Friðleifur Gunnarsson (Davíð Örn Atlason 64), Oliver Ekroth, Halldór Smári Sigurðsson (Kyle McLagan 64), Logi Tómasson. Miðja: Erlingur Agnarsson, Pablo Punyed (Ari Sigurpálsson 16), Júlíus Magnússon, Viktor Örlygur Andrason. Sókn: Birnir Snær Ingason (Nikolaj Hansen 59), Kristall Máni Ingason.
Varamenn: (M), Kyle McLagan, Helgi Guðjónsson, Stígur Diljan Þórðarson, Ari Sigurpálsson, Axel Freyr Harðarson, Nikolaj Hansen, Davíð Örn Atlason.

Skot: Víkingur R. 7 (5) - ÍBV 21 (10)
Horn: Víkingur R. 1 - ÍBV 4.

Lýsandi: Bjarni Rúnar Einarsson
Völlur: Hásteinsvöllur
Áhorfendafjöldi: 450

Leikur hefst
15. júní 2022 18:00

Aðstæður:
Sunnan gola, léttskýjað og 10 stiga hiti. Frábærar aðstæður.

Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Aðstoðardómarar: Sveinn Þórður Þórðarson, Eysteinn Hrafnkelsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert