ÍBV tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í upphafsleik 9. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hásteinsvelli í dag. Lokatölur voru 3:0 fyrir Víking.
Fyrir leikinn voru Eyjamenn í 11. sæti deildarinnar með 3 stig og áttu enn eftir að vinna leik en Víkingar sátu í 4. sæti með 16 stig.
Víkingar byrjuðu leikinn betur og fengu dauðafæri strax á 5 mín þegar Kristall Máni Ingason komst einn í gegn en skot hans fór framhjá.
Oliver skoraði svo fyrir Víkinga með skalla á 8. mínútu eftir góða sendingu fyrir frá Pablo Punyed. Á 29 mín skoruðu Víkingar svo sitt annað mark í leiknum eftir góðan sprett upp vinstri kantinn náði Erlingur Agnarsson að lauma boltanum framhjá Guðjóni Orra Sigurjónssyni í marki ÍBV.
Eftir annað mark Víkinga fóru Eyjamenn framan á völlinn og náðu nokkrum skotum að marki. Alex Freyr Hilmarsson fékk gott færi fyrir Eyjamenn seint í fyrri hálfleik en skot hans fór framhjá. Staðan var því 2:0 í hálfleik.
Leikmenn ÍBV byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og pressuðu Víkinga framarlega á vellinum. Eyjamenn voru óheppnir að setja ekki mark fljótlega í seinni hálfleik. Felix Örn Friðriksson átti gott skot í slá, stuttu síðar átti Telmo Castanheira hörkuskot í stöng. Andri Rúnar Bjarnason slapp svo einn í gegn eftir 60 mínútur en Þórður Ingason gerði vel og varði.
Víkingar gerðu svo útum leikinn á 76. mínútu með frábæru marki. Kristall Máni átti þá geggjaða sendingu innfyrir vörn Eyjamanna af miðjunni og Ari Sigurpálsson var einn á auðum sjó og kláraði snyrtilega.
Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn í lokin og fengu nokkur mjög góð færi til þess en Þórður Ingason markvörður Víkinga sá við þeim. Þórður Ingason átti mjög góðan leik í marki Víkinga og hélt hreinu sem var ótrúlegt miðað við færin sem Eyjamenn fengu í þessum leik, Kristall Máni átti einnig góðan leik fyrir Víkinga. Hjá ÍBV voru Telmo og Sigurður Arnar bestir.
Víkingur er kominn uppí 2. sæti deildarinnar á meðan ÍBV er í neðsta sæti. Næsti leikur Eyjamanna er gegn Fram á útivelli næstkomandi mánudag og verða Eyjamenn að fara að ná í stig ef ekki á illa að fara. Víkingar eru hinsvegar að fara að spila í forkeppni meistaradeildarinnar gegn Levadia Tallin frá Eistlandi næstkomandi þriðjudag.