Fyrsta tap Breiðabliks kom eftir dramatík

Valsmaðurinn Orri Hrafn Kjartansson reynir að komast framhjá Blikanum Davíð …
Valsmaðurinn Orri Hrafn Kjartansson reynir að komast framhjá Blikanum Davíð Ingvarssyni í leiknum á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Valur vann dramatískan 3:2-sigur á toppliði Breiðabliks er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta á Origo-vellinum í kvöld.

Stigin eru þau fyrstu sem Breiðablik tapar í sumar. Þrátt fyrir úrslitin er Breiðablik enn með 24 stig og fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Valur er í fimmta sæti með 16 stig.

Valur byrjaði vel, var mikið boltann í upphafi leiks og var að skapa sér fínar stöður. Breiðablik var hinsvegar hættulegt þegar liðið sótti og sérstaklega þegar Jason Daði Svanþórsson fékk boltann á hægri kantinum.

Valsmenn skoruðu hinsvegar fyrsta markið á 35. mínútu þegar Damir Muminovic missti boltann klaufalega á miðjum eigin vallarhelmingi. Aron Jóhannsson var snöggur að hugsa og skilaði boltanum í netið af 40 metra færi eða svo.

Breiðablik brást ágætlega við markinu, fékk fín færi en illa gekk að reyna almennilega á Guy Smit í marki Vals. Það voru svo Valsmenn sem skoruðu annað mark leiksis í blálok fyrri hálfleiks þegar Orri Hrafn Kjartansson slapp einn í gegn eftir glæsilega sendingu frá Arnóri Smárasyni og skoraði með góðri afgreiðslu framhjá Antoni Ara og var staðan í hálfleik því 2:0.  

Mikið jafnræði var með liðunum framan af í seinni hálfeik og skiptust þau á að sækja. Breiðablik varð fyrri til að skora þegar Dagur Dan Þórhallsson kláraði vel af stuttu færi í teignum eftir sendingu frá Höskuldi Gunnlaugssyni á 64. mínútu.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gerði nokkrar varnarsinnaðar skiptingar í kjölfarið en það kom ekki í veg fyrir jöfnunarmark frá varamanninum Antoni Loga Lúðvíkssyni á 84. mínútu. Anton skallaði þá í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Jasoni Daða.

Þegar allt stefndi í 2:2-jafntefli fóru Valsmenn upp í sókn sem endaði með að Sigurður Egill Lárusson átti flotta fyrirgjöf á Patrick Pedersen sem skoraði sigurmarkið með flottri afgreiðslu í uppbótartíma. 

Valur 3:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Damir Muminovic (Breiðablik) fær gult spjald Sýndist þessir tveir fá spjald þegar það sauð upp úr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka