Hildur á leiðinni til Hollands

Hildur Antonsdóttir í leik Breiðabliks og Vals fyrr á tímabilinu.
Hildur Antonsdóttir í leik Breiðabliks og Vals fyrr á tímabilinu. Eggert Jóhannesson

Hildur Antonsdóttir, knattspyrnukona Breiðabliks, er á leiðinni til Hollands. Hildur, sem er aðallega miðjumaður, hefur skoraði fjögur mörk í tíu leikjum í Bestu deild kvenna á tímabilinu og leyst framherja stöðuna vel í síðustu leikjum. 

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði frá þessu í viðtali við Fótbolta.net eftir 4:0 sigur á Þór/KA fyrr í dag:

„Hildur Antonsdóttir er á leið í atvinnumennsku til Hollands. Við vorum með Alexöndru á láni fram að hléinu og Hildur er á leiðinni til Hollands þannig að það verða klárlega einhverjar breytingar hjá okkur.“

Mbl.is náði ekki sambandi við Hildi en talaði við forráðarmenn knattspyrnudeildar Breiðabliks sem staðfestu að hún væri á förum frá félaginu en vildu ekki gefa upp hvert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert