Eiður Smári Guðjohnsen er nýr þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Ólafur Jóhannesson var rekinn frá FH á dögunum og nú hefur félagið fundið nýjan þjálfara.
Eiður Smári stýrði æfingu knattspyrnufélags FH í dag ásamt Davíð Þór Viðarssyni. Ólafi og aðstoðarmanni hans Sigurbirni Hreiðarssyni var sagt upp störfum fljótlega eftir 2:2 jafntefli liðsins gegn Leikni í Bestu deildinni á síðastliðinn fimmtudag.
Frá þessu greindi Fótbolti.net fyrr í dag.
Vísir segist hafa heimildir fyrir því að Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV, verði aðstoðarþjálfari Eiðs.
Eiður Smári hefur áður þjálfað FH en hann tók við félaginu árið 2020 ásamt Loga Ólafssyni þegar Ólafur Kristjánsson sagði upp störfum. Eiði og Loga gekk vel með liðið og komu því í annað sæti deildarinnar.
Eiður Smári var síðast aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar hjá íslenska landsliðinu en var látinn fara í nóvember á síðasta ári.