Blikar nokkrum númerum of stórir fyrir KA

Jason Daði Svanþórsson skorar fjórða mark Breiðabliks.
Jason Daði Svanþórsson skorar fjórða mark Breiðabliks. mbl.is/Hákon Pálsson

Ísak Snær Þor­valds­son fór mik­inn fyr­ir Breiðablik þegar liðið vann ör­ugg­an sig­ur gegn KA í efstu deild karla í knatt­spyrnu, Bestu deild­inni, á Kópa­vogs­velli í Kópa­vogi í 10. um­ferð deild­ar­inn­ar í kvöld.

Ísak Snær kom Breiðabliki yfir um miðjan fyrri hálfleik­inn en Blikar létu bolt­ann ganga hratt frá aft­asta manni og bolt­inn barst að end­ingu til Dags Dans Þór­halls­son­ar á miðsvæðinu.

Hann átti frá­bæra send­ingu upp hægri væng­inn á Hösk­uld Gunn­laugs­son og hann átti ekki síðri send­ingu fyr­ir markið á Ísak Snæ.

Ísak átti viðstöðulaust skot af víta­teigs­lín­unni, bolt­inn söng í blá­horn­inu og staðan orðin 1:0 fyr­ir Breiðablik.

Blikar voru sterk­ari aðil­inn það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks en tókst ekki að koma bolt­an­um í netið og staðan því 1:0 í hálfleik, Breiðabliki í vil.

Ak­ur­eyr­ing­ar byrjuðu síðari hálfleik­inn af krafti og fengu nokk­ur föst leik­atriði sem þeim tókst ekki að nýta sem skildi.

Ja­son Daði Svanþórs­son tvö­faldaði svo for­ystu Breiðabliks á 65. mín­útu með lag­legu marki en Vikt­or Karl Ein­ars­son átti þá send­ingu á Ísak Snæ sem tók á rás frá miðlín­unni.

Ísak dró í sig þrjá varn­ar­menn KA áður en hann lagði bolt­ann til hliðar á Ja­son sem var kom­inn einn í gegn og hann lagði bolt­ann snyrti­lega fram­hjá Steinþóri Má Auðuns­syni í marki KA.

Vikt­or Karl Ein­ars­son bætti við þriðja marki Blika fimm mín­út­um síðar og aft­ur var það Ísak Snær sem var arki­tekt­inn.

Ísak snéri Dus­an Brkovic af sér eins og smákrakka og keyrði í átt að víta­teig KA-manna. Hann dró alla varn­ar­menn Ak­ur­eyr­inga í sig áður en hann lagði bolt­ann út til hægri á Vikt­or Karl sem var einn gegn Steinþóri Má.

Vikt­or Karl þrumaði bolt­an­um lag­lega und­ir markvörð Ak­ur­eyr­inga og staðan orðin 3:0, Breiðablik í vil.

Ja­son Daði var svo aft­ur á ferðinni á 81. mín­útu þegar Blikar unnu bolt­ann of­ar­lega á vall­ar­helm­ingi KA.

Davíð Ingvars­son átti þá lag­lega send­ingu á nær­stöng­ina þar sem Ja­son Daði var mætt­ur og hann tæklaði bolt­ann snyrti­lega í netið.

Elf­ar Árni Aðal­steins­son minnkaði mun­inn fyr­ir KA á 89. mín­útu þegar bolt­inn barst til hans eft­ir horn­spyrnu frá hægri.

Elf­ar Árni átti fast skot á nær­stöng­ina sem Ant­on Ari Ein­ars­son réð ekki við og loka­töl­ur á Kóap­vogs­velli því 4:1.

Breiðablik er með 27 stig í efsta sæti deild­ar­inn­ar og hef­ur 8 stiga for­skot á Stjörn­una sem er í öðru sæt­inu en KA er með 17 stig í fjórða sæt­inu.

Breiðablik 4:1 KA opna loka
skorar Ísak Snær Þorvaldsson (24. mín.)
skorar Jason Daði Svanþórsson (65. mín.)
skorar Viktor Karl Einarsson (70. mín.)
skorar Jason Daði Svanþórsson (81. mín.)
Mörk
skorar Elfar Árni Aðalsteinsson (89. mín.)
fær gult spjald Gísli Eyjólfsson (32. mín.)
fær gult spjald Dagur Dan Þórhallsson (82. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Elfar Árni Aðalsteinsson (72. mín.)
fær gult spjald Daníel Hafsteinsson (84. mín.)
fær gult spjald Sveinn Margeir Hauksson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið með öruggum sigri Breiðabliks.
90
+3 mínútur í uppbótartíma.
90 Sveinn Margeir Hauksson (KA) fær gult spjald
Allt of seinn í tæklingu.
90 William Cole Campbell (Breiðablik) á skot framhjá
William Cole með laglegan sprett og á hörkuskot sem fer rétt framhjá markinu.
89 MARK! Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) skorar
4:1 - Sárabótamark! Elfar Árni fær boltann inn í teig hjá Blikum eftir hornspyrnu frá hægri og hann þrumar boltanum í nærhornið framhjá Antoni Ara.
88 KA fær hornspyrnu
85 Jakob Snær Árnason (KA) kemur inn á
85 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) fer af velli
85 Andri Fannar Stefánsson (KA) kemur inn á
85 Daníel Hafsteinsson (KA) fer af velli
85 William Cole Campbell (Breiðablik) kemur inn á
85 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) fer af velli
85 Adam Örn Arnarson (Breiðablik) kemur inn á
85 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fer af velli
85 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Davíð með fast skot, rétt utan teigs, en Steinþór ver þetta vel.
84 Daníel Hafsteinsson (KA) fær gult spjald
Allt of seinn í tæklingu.
82 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot.
81 MARK! Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) skorar
4:0 - BLIKAR AÐ GANGA AF GÖFLUNUM! Svo einfalt mark. Blikar vinna boltann ofarlega á vellinum. Davíð Ingvars með sendingu á nærstöngina og Jason Daði tæklar boltann í netið.
77 Galdur Guðmundsson (Breiðablik) kemur inn á
77 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fer af velli
76 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot framhjá
DAUÐAFÆRI! Ísak einn í gegn eftir laglegan sprtt Dags Dans Þórhallssonar en skotið yfir markið.
76 Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) kemur inn á
76 Þorri Mar Þórisson (KA) fer af velli
74 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) á skot framhjá
Viktor Örn með skot af 35 metra færi en boltinn himinhátt yfir markið.
72 Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) fær gult spjald
Fyrir brot.
70 MARK! Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) skorar
3:0 - VÁÁÁÁ! Ísak er að gera lítið úr varnarmönnum KA hérna. Hann snýr Brkovic af sér eins og einhvern smákrakka, keyrir svo í átt að marki. Varnarmenn KA hópast í kringum hann og hann leggur svo boltann í rólegheitum út á Viktor Karl en er einn gegn Steinþóri og Viktor Karl þrumar boltanum undir markvörð KA.
65 MARK! Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) skorar
2:0 - BLIKAR BÆTA VIÐ! Gísli skallar boltann til Viktors Karls sem á sendingu á Ísak sem tekur frábæran sprett nánast frá miðlínunni. Ísak dregur í sig þrjá varnarmenn KA og leggur svo boltann til hægri á Jason sem er kominn einn í gegn og hann rennir boltanum framhjá Steinþóri í markinu!
64 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
64 Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) fer af velli
64 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot framhjá
Hallgrímur Mar í flottu færi en skot hans endar í innkasti. Átti að gera betur þarna.
61 KA fær hornspyrnu
Blikar hreinsa.
61 KA fær hornspyrnu
Blikar hreinsa.
59 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) á skalla sem fer framhjá
Ásgeir með skallann úr þröngu færi en boltinn allan tímann á leiðinni yfir markið.
59 KA fær hornspyrnu
58 Ívar Örn Árnason (KA) á skalla sem fer framhjá
Ívar Örn stekkur hæst í teignum eftir aukaspyrnu frá vinstri en hann nær ekki að stýra boltanum á markið.
55 Sveinn Margeir Hauksson (KA) á skot framhjá
FÆRI! Boltinn dettur fyrir Svein Margeir, rétt utan teigs, en hann hittir boltann illa og skotið fer framhjá markinu.
53 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) á skalla sem er varinn
Ásgeir með lúmskan skalla úr teignum en hann nær ekki nægilega miklum krafti í hann og Anton grípur þetta.
51 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Davíð Ingvars einn í gegn en í stað þess að senda boltann reynir hann skot sem Steinþór ver frábærlega. Jason var gapandi frír á fjærstönginni og hefði án nokkurs vafa stýrt boltanum í netið, ef hann hefði fengið sendinguna.
48 Breiðablik fær hornspyrnu
KA hreinsar.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Þá er síðari hálfleikurinn hafinn og það eru Akureyringar sem hefja leik.
45 Hálfleikur
Hálfleikur í Kópavoginum og það eru Blikar sem leiða sanngjarnt með einu marki gegn engu.
45
+1 mínúta í uppbótartíma.
45 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Ásgeir með frítt skot í miðjum teignum eftir hornspyrnu frá vinstri en Anton Ari ver mjög vel.
45 KA fær hornspyrnu
44 Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) á skot framhjá
Elfar með skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
44 KA fær hornspyrnu
42 KA fær hornspyrnu
Blikar hreinsa.
41 KA fær hornspyrnu
Boltinn endar fyrir aftan endamörk.
40 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot framhjá
Dagur Dan með lúmskt skot, rétt utan teigs, en boltinn rétt framhjá. Mjög svipuð uppskrift og í marki Blika en núna fór boltann framhjá.
38 Sveinn Margeir Hauksson (KA) á skot framhjá
Sveinn Margeir með laglegan sprett og á skot með vinstri fæti, utarlega í teignum, en boltinn siglir rétt framhjá markinu.
36 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Gísli lætur vaða við D-bogann en skotið fer beint á Steinþór sem var vel staðsettur.
32 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fær gult spjald
Of seinn í tæklingu.
28 Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) kemur inn á
28 Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) fer af velli
Virkar eitthvað tæpur.
24 MARK! Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) skorar
1:0 - BLIKAR SKORA! Frábært uppspil og Dagur Dan á frábæra sendingu á Höskuld á hægri kantinum. Höskuldur með geggjaða fyrirgjöf á Ísak sem á viðstöðulaust skot við vítateigslínuna og boltinn syngur í fjærhorninu. Frábært mark!
20 Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
DAUÐAFÆRI! Damir með frían skalla í markteignum en boltinn fer hátt yfir markið.
20 Breiðablik fær hornspyrnu
20 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Höskudur með skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
16
Blikar að spila hættulegan leik á eigin vallarhelmingi og pressa Akureyringa skilar þeim næstum því frábæru færi en Anton Logi bjargar þessu á síðustu stundu.
14 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
VÁ! Höskuldur með lúmskt skot fyrir utan en boltinn rétt framhjá markinu.
9 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Höskuldur stekkur hæst í teignum en skallinn hátt yfir markið.
8 Breiðablik fær hornspyrnu
6 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Gísli lætur vaða, rétt utan teigs, en skotið allan tímann á leiðinni framhjá markinu.
2 Sveinn Margeir Hauksson (KA) á skot framhjá
FÆRI! Sveinn Margeir kominn í flott færi og á mjög lúmskt skot sem fer rétt framhjá markinu.
1 Leikur hafinn
Þá er þetta komið af stað í Kópavoginum og það eru Blikar sem hefja leik og leika í átt að Fífunni.
0
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir eina breytingu á byrjunrliði sínu frá 2:2-jafnteflinu gegn Fram í síðustu umferð en Hallgrímur Mar Steingrímsson kemur inn í liði fyrir Bjarna Hafsteinsson.
0
Þá er Anton Logi Lúðvíksson einnig í byrjunarliði Blika en hann og Ísak koma inn fyrir þá Oliver Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson.
0
Ísak Snær Þorvaldsson snýr aftur í byrjunarlið Breiðabliks eftir tapið gegn Val á Hlíðarenda í síðustu umferð.
0
Til stóð að leikurinn myndi hefjast klukkan 19:15 en honum hefur verið seinkað um korter, til 19:30, þar sem að flugvél Akureyringa tafðist í dag.
0
Fyrir leikinn í dag er Breiðablik í efsta sæti deildarinnar með 24 stig. KA er í því fjórða með 17 stig
0
Góða kvöldið og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu á leik Breiðabliks og KA í tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson (Adam Örn Arnarson 85), Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Davíð Ingvarsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson, Gísli Eyjólfsson, Anton Logi Lúðvíksson (Oliver Sigurjónsson 64). Sókn: Jason Daði Svanþórsson (William Cole Campbell 85), Ísak Snær Þorvaldsson (Galdur Guðmundsson 77), Dagur Dan Þórhallsson.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Mikkel Qvist, Oliver Sigurjónsson, Adam Örn Arnarson, William Cole Campbell , Galdur Guðmundsson, Andri Rafn Yeoman.

KA: (4-3-3) Mark: Steinþór Már Auðunsson. Vörn: Þorri Mar Þórisson (Steinþór Freyr Þorsteinsson 76), Dusan Brkovic, Ívar Örn Árnason, Oleksiy Bykov. Miðja: Daníel Hafsteinsson (Andri Fannar Stefánsson 85), Ingimar Torbjörnsson Stöle (Elfar Árni Aðalsteinsson 28), Rodrigo Gómez. Sókn: Sveinn Margeir Hauksson, Ásgeir Sigurgeirsson (Jakob Snær Árnason 85), Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Varamenn: Kristijan Jajalo (M), Pætur Petersen, Elfar Árni Aðalsteinsson, Andri Fannar Stefánsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Jakob Snær Árnason, Kári Gautason.

Skot: Breiðablik 16 (7) - KA 10 (3)
Horn: Breiðablik 3 - KA 8.

Lýsandi: Bjarni Helgason
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1352

Leikur hefst
20. júní 2022 19:30

Aðstæður:
12° stiga hiti, sól og nánast logn. Frábærar aðstæður á Kópavogsvelli.

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Antoníus Bjarki Halldórsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert