Reyni að njóta þeirra tækifæra sem ég fæ

Guðrún Arnardóttir fyrir æfingu landsliðsins í morgun.
Guðrún Arnardóttir fyrir æfingu landsliðsins í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Arn­ar­dótt­ir er á leið á sitt fyrsta stór­mót á ferl­in­um þar sem hún er einn 23 leik­manna sem taka þátt með ís­lenska kvenna­landsliðinu í knatt­spyrnu á EM 2022 á Englandi í næsta mánuði.

„Ég er bara rosa­lega spennt. Stór­mót­in kvenna­meg­in virðast alltaf vera að stækka og stækka og þetta er rosa­lega spenn­andi. Það er al­gjör heiður að fá að vera í landsliðinu og gera þetta með þeim,“ sagði Guðrún í sam­tali við mbl.is fyr­ir æf­ingu liðsins á Laug­ar­dals­velli í morg­un.

Guðrún, sem verður 27 ára í næsta mánuði, leik­ur með Svíþjóðar­meist­ur­um Rosengård, þaðan sem hún kom frá Djurgår­d­en síðastliðið sum­ar. Hafði hún gengið til liðs við Djurgår­d­en frá Breiðabliki í upp­hafi árs 2019.

Guðrún á 18 A-lands­leiki að baki, þar af tíu á síðasta rúma ári. Hún lék sinn fyrsta lands­leik árið 2015 en átti lengi vel ekki fast sæti í landsliðshópn­um, eða allt þar til Þor­steinn Hall­dórs­son tók við sem landsliðsþjálf­ari í byrj­un síðasta árs.

Finnst ég ennþá vera að vaxa

Hef­ur hún bætt sig gíf­ur­lega á und­an­förn­um árum og unnið sér inn byrj­un­arliðssæti í landsliðinu.

„Þegar ég fór út til Djurgår­d­en þá var þetta svo­lítið erfitt í byrj­un, bæði hjá mér per­sónu­lega og liðinu gekk ekk­ert allt of vel. En svo náði bæði ég og liðið að vinna aðeins bet­ur úr því.

Ég náði að byrja að bæta mig á ýms­um sviðum og svo fékk ég tæki­færið til þess að fara yfir í Rosengård sem var gríðarlega gott fyr­ir mig per­sónu­lega. Það er alltaf gam­an að berj­ast um titla og ég held að ég hafi vaxið gríðarlega sem leikmaður þar. M'er finnst ég ennþá vera að vaxa mikið.

Ég kom inn í landsliðið í byrj­un síðasta árs, byrjaði að fá tæki­færi um haustið, s.s. spil­tíma, og ég er ótrú­lega þakk­lát fyr­ir það. Ég er að reyna að njóta þeirra tæki­færa sem ég fæ, því að maður veit aldrei hvernig þetta spil­ast í fót­bolt­an­um. Ég er mjög ánægð með síðastliðið ár eða tvö,“ sagði Guðrún er hún var beðin um að líta aðeins um öxl.

Vilja all­ir spila

Hún von­ast vit­an­lega til þess að halda byrj­un­arliðssæti sínu á EM.

„Auðvitað vill maður alltaf spila, ég held að þú get­ir spurt alla leik­menn í liðinu, það vilja all­ir spila. Maður er bú­inn að fá tæki­fær­in en það er alls ekk­ert gefið.

Maður verður að standa sig og halda sér heil­um líka þannig að það eru marg­ir þætt­ir sem spila inn í. Ég auðvitað von­ast til þess að fá að spila en það verður allt að koma í ljós,“ sagði Guðrún.

Fínt að fara til Pól­lands

Íslenska liðið leik­ur aðeins einn vináttu­lands­leik í und­ir­bún­ingi sín­um fyr­ir EM. Aðspurð sagði hún ekki telja að leik­menn væru svekkt­ir með það.

„Nei ekk­ert svo­leiðis held ég. Það hefði nátt­úr­lega verið gam­an að fá heima­leik, það hefði kannski verið skemmti­legra, en það er fínt að fara út til Pól­lands. Við erum með fína dag­skrá.

Það eru marg­ar bún­ar að vera á miðju tíma­bili, voru bara að spila um síðustu helgi og eru bún­ar að vera að spila marga leiki þannig að það eru marg­ar sem eru hvort sem er bún­ar að fá marga leiki.

Við get­um al­veg verið sátt­ar þó við fáum bara einn leik. Það er ekk­ert til að kvarta yfir,“ sagði Guðrún að lok­um í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert