Ekki í boði að slaka á

Birta Georgsdóttir (t.h.) í leik með Breiðabliki gegn Stjörnunni í …
Birta Georgsdóttir (t.h.) í leik með Breiðabliki gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum fyrr á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höf­um staðið sam­an sem lið, verið ákveðnari í okk­ar aðgerðum og þá sér­stak­lega í sókn­ar­leikn­um. Við erum bein­skeytt­ari og liðsheild­in blómstr­ar. Við höf­um ótrú­lega gam­an þegar við erum sam­an og liðsheild­in hef­ur skapað þetta góða gengi,“ sagði Birta Georgs­dótt­ir, knatt­spyrnu­kona úr Breiðabliki, í sam­tali við Morg­un­blaðið aðspurð um lyk­il­inn að góðu gengi Breiðabliks und­an­farn­ar vik­ur. Eins og farið er yfir í Morg­un­blaðinu í dag var Birta besti leikmaður­inn í Bestu deild­inni í júní­mánuði sam­kvæmt ein­kunna­gjöf blaðsins.

Aldrei slæm­ur mórall

Breiðablik vann alla fimm leiki sína í deild og bik­ar í júní eft­ir þrjú 0:1-töp með skömmu milli­bili í maí. Síðan þá hef­ur liðið raðað inn mörk­um og skorað 21 mark í síðustu sex leikj­um í öll­um keppn­um.

„Það var aldrei slæm­ur mórall, þannig séð. Við hugsuðum bara um næsta leik og hvað við gæt­um bætt og við viss­um hvað það var sem við gát­um bætt. Þetta var krefj­andi á þeim tíma en núna erum við komn­ar á flott ról aft­ur og við höld­um áfram að byggja ofan á það. Við fór­um bet­ur í sókn­araðgerðirn­ar, við erum áræðnari og Hild­ur [Ant­ons­dótt­ir] er búin að vera frá­bær. Við erum með fullt af flott­um leik­mönn­um í þess­um hópi. Við höf­um all­ar sýnt að við get­um skorað mörk og gert góða hluti þegar við spil­um sam­an,“ sagði hún.

Er að nýta tæki­fær­in

Birta er nokkuð sátt við eig­in frammistöðu í júní en hún er í mun stærra hlut­verki á þess­ari leiktíð en þeirri síðustu.

„Ég tek alltaf einn leik í einu og ég geri alltaf mitt besta og legg mig 100 pró­sent fram í hverj­um leik og ég reyni að hjálpa liðinu. Ég var í ann­arri stöðu í fyrra og meira á bekkn­um. Ég var í ákveðinni þróun. Nú er ég að fá meiri spil­tíma og nýti tæki­fær­in mín,“ sagði Birta.

Hún er upp­al­in í Stjörn­unni en fór ung að árum til FH, þar sem hún fékk að spreyta sig al­menni­lega í meist­ara­flokki í fyrsta skipti. Hún skipti hins veg­ar yfir til Breiðabliks fyr­ir síðasta tíma­bil eft­ir að FH féll úr efstu deild.

Viðtalið við Birtu má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert